Málsnúmer 2008100034Vakta málsnúmer
Liður 4 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 16. maí 2019:
Lögð fram að nýju drög að uppbyggingarsamningi við Bílaklúbb Akureyrar varðandi landmótun og jarðvegsvinnu á félagssvæði BA.
Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir samninginn og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu hjá bæjarráði.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir fulltrúi B-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Með þessari bókun vil ég undirstrika mikilvægi þess að þau félög/samtök sem fá uppbyggingarsamning við Akureyrarbæ gangi vel um á framkvæmdatíma, passi að á svæðinu séu einungis þau tæki og tól sem verið er að nota á tilteknum tíma, fjarlægi allt rusl sem til fellur við framkvæmd jafnóðum og gangi vel frá að framkvæmdum loknum. Þetta á við um alla sem fá slíkan samning og tengist á engan hátt því tiltekna félagi sem verið er að semja við núna.