Bæjarráð

3593. fundur 05. apríl 2018 kl. 08:15 - 10:05 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Edward Hákon Huijbens
  • Preben Jón Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista mætti í forföllum Sigríðar Huldar Jónsdóttur.
Edward Hákon Huijbens V-lista mætti í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur.

1.Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað - endurskoðun

Málsnúmer 2017020113Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að auglýsa drög að endurskoðaðri lögreglusamþykkt og gefa íbúum kost á að koma að athugasemdum.

2.Sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018

Málsnúmer 2018020099Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um launasetningu undir- og yfirkjörstjórna vegna vinnu við sveitarstjórnarkosningarnar.
Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu.

3.Gásakaupstaður ses - aðalfundur 2018

Málsnúmer 2018040044Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 13. mars 2018 frá Gásakaupstað ses þar sem boðað er til aðalfundar fimmtudaginn 5. apríl 2018 kl.11:00 í Zontasalnum, Aðalstræti 54, Akureyri.
Bæjarráð felur Þórgný Dýrfjörð deildarstjóra Akureyrarstofu að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

4.Vinnuskóli 2018 - laun 2018

Málsnúmer 2018040003Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um laun í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2018.
Bæjarráð samþykkir að laun unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2018 hækki um 10% og verði sem hér segir:

14 ára kr. 551

15 ára kr. 629

16 ára kr. 826

17 ára fá greitt samkvæmt starfsmati fyrir starfið sumarvinna skólafólks, 82% af launaflokki 116 í kjarasamningi Einingar-Iðju og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

10,17% orlof er greitt til viðbótar við tímakaup.

5.Samningur vegna kynningarefnis

Málsnúmer 2018020374Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 22. mars 2018:

Mál tekið fyrir að nýju. Var áður á dagskrá fundar þann 15. mars sl.

Samningur við N4 vegna kynningarefnis lagður fram til samþykktar.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og vísar honum til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs. Jafnframt er óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun vegna hans.
Bæjarráð staðfestir samninginn og samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Northern Forum 2017

Málsnúmer 2017010562Vakta málsnúmer

Skýrsla Northern Forum 2017 lögð fram til kynningar.

Rætt um ársfund Northern Forum sem haldinn verður dagana 11. og 12. apríl nk. í Krasnoyarsk í Rússlandi.

7.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2018

Málsnúmer 2018030432Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 858. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 23. mars 2018. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

8.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 304. fundar stjórnar Eyþings dagsett 21. mars 2018. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir-1

9.Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 2011060107Vakta málsnúmer

Skýrsla flugklasans Air 66N dagsett 20. mars 2018 lögð fram til kynningar.

10.Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála, 389. mál

Málsnúmer 2018030374Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 22. mars 2018 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála, 389. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0539.html

11.Frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 394. mál

Málsnúmer 2018030423Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. mars 2018 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 394. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0551.html

12.Frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur, 345. mál

Málsnúmer 2018030416Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. mars 2018 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur, 345. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/148/s/0459.html

Fundi slitið - kl. 10:05.