Bæjarráð

3569. fundur 28. september 2017 kl. 08:15 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Preben Jón Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Öldrunarheimili Akureyrar - rekstur 2017

Málsnúmer 2016030150Vakta málsnúmer

Farið yfir rekstur 2017 og fjárhagsáætlun 2018 fyrir Öldrunarheimili Akureyrar.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Einnig sat Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs fundinn undir þessum lið.

2.Fjárhagsáætlun 121 - stjórnsýslusvið og fjársýslusvið

Málsnúmer 2017090169Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun fyrir kostnaðarstöð 121.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2017

Málsnúmer 2017040070Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs janúar til og með júlí 2017.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Samkomulag fjármála- og efnahagsráðuneytis og Akureyrarbæjar um skiptingu lífeyrisskuldbindinga vegna öldrunarheimila

Málsnúmer 2017010009Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu samkomulags.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að það hyggist ganga frá samkomulagi milli fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Akureyrarbæjar um skiptingu lífeyrisskuldbindinga vegna öldrunarheimila og veitir bæjarstjóra heimild til að skrifa undir samkomulag þess efnis þegar fyrir liggur mat á lífeyrisskuldbindingum sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir, samanber bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 21. ágúst 2017, að viðkomandi lífeyrissjóðir sendi upplýsingar til sveitarfélagsins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem mun stilla upp samkomulagi og kalla á fulltrúa sveitarfélagsins til undirritunar og frágangs þess.

5.Fjölskyldusvið - stjórnkerfisbreytingar

Málsnúmer 2017020143Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 20. september 2017:

Lagt fram minnisblað Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs dagsett 19. september 2017 þar sem lagt er til að heimilað verði að ráða í nýja stöðu í málaflokki fatlaðra sem sinni ráðgjöf við fötluð börn og fjölskyldur þeirra.

Velferðarráð samþykkir tillöguna.
Bæjarráð vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

6.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - ársfundur 2017

Málsnúmer 2017090147Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. september 2017 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 4. október nk. kl. 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Fundurinn verður í sal H-I sem er staðsettur á annarri hæð hótelsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

Fundi slitið - kl. 11:00.