Bæjarráð

3548. fundur 16. mars 2017 kl. 08:30 - 12:20 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2016

Málsnúmer 2016080102Vakta málsnúmer

Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2016.

Aðalsteinn Sigurðsson endurskoðandi frá Deloitte ehf mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og skýrði ársreikninginn.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Einnig sat bæjarfulltrúinn Eva Hrund Einarsdóttir D-lista fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2016 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Viðaukar - reglur

Málsnúmer 2017020133Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 9. mars sl. en þá frestaði bæjarráð afgreiðslu málsins.

Lögð fram drög að reglum um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að reglum um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun.

Bæjarráð óskar eftir að reglurnar verði kynntar í öllum ráðum og stjórnum bæjarins.

3.Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað - endurskoðun

Málsnúmer 2017020113Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 8. mars 2017:

Tekið er til umræðu hvort þörf sé á að endurskoða lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað, m.a. hvað varðar umferð, númerslausa bíla og lagningu vinnuvéla í húsagötum.

Skipulagsráð beinir því til bæjarstjórnar að lögreglusamþykktin verði endurskoðuð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að endurskoðun á lögreglusamþykktinni í samvinnu við lögmann.

4.Mánaðarskýrsla bæjarráðs um starfsmanna- og launamál 2017

Málsnúmer 2017020065Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar mánaðarskýrsla um stöðugildi, yfirvinnu og fleira.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

5.Nefndalaun - breytingar á reglum

Málsnúmer 2015110142Vakta málsnúmer

Rætt um breytingar á reglum um nefndalaun.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.
Preben Jón Pétursson Æ-lista vék af fundi kl. 11:45.

6.Gæðastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017030114Vakta málsnúmer

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs lagði fram tillögu og minnisblað vegna gerðar gæðastefnu fyrir Akureyrarbæ.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í undirbúningsvinnu við gerð gæðastefnu fyrir Akureyrarbæ og að áætlun um innleiðinguna verði lögð fyrir bæjarráð í maí nk.

7.Hverfisnefnd Brekku og Innbæjar - fundargerð

Málsnúmer 2016010038Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð aðalfundar hverfisnefndar Brekku og Innbæjar dagsett 2. mars 2017.

Fundargerðina má finna á netslóðinni:

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/brekka-og-innbaer/fundargerdir
Bæjarráð vísar 5. lið a, b, c, e, f og g til umhverfis- og mannvirkjasviðs, 5. lið d til skipulagssviðs, 1.- 4. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

8.Lánasjóður sveitarfélaga - aðalfundur 2017

Málsnúmer 2017030090Vakta málsnúmer

Erindi ódagsett frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf, þar sem boðað er til aðalfundar föstudaginn 24. mars 2017 kl. 16:00 á Grand Hótel Reykjavík. Vakin er athygli á því að rétt til að sækja aðalfund eiga allir sveitarstjórnarmenn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

9.Frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 119. mál

Málsnúmer 2017030109Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 10. mars 2017 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 119. mál 2017.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/146/s/0178.html

Fundi slitið - kl. 12:20.