Málsnúmer 2010070013Vakta málsnúmer
12. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. júlí 2010:
Lagt var fram bréf frá skipulagsstjóra, dags. 19. júlí 2010 ásamt afriti af bréfi skipulagsstjóra til Frjálsa fjárfestingarbankans hf., eiganda byggingarframkvæmda að Sporatúni 2-16. Í bréfinu er gerð tillaga um tímafrest og beitingu dagsekta til þess að knýja fram að eigandi girði lóðina af með barnheldri girðingu vegna öryggissjónarmiða. Einnig er farið fram á að allt rusl verði fjarlægt, moldarhaugar jafnaðir út og sáð í lóðirnar. Andmælafrestur er liðinn án þess að málsaðili hafi kosið að tjá sig um málið.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu skipulagsstjóra og m.v.t. 1. mgr. 57 gr. skipulags- og byggingarlaga leggur nefndin til við bæjarráð að tillagan verði samþykkt og frestur til úrbóta verði til 30. ágúst 2010.
Bæjarráð óskar eftir umsögn umhverfisnefndar um málið.