Málsnúmer 2015040217Vakta málsnúmer
2. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 21. september 2016:
Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA lögðu fram og svöruðu spurningum varðandi samkomulag sem samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gert við Sjúkratryggingar Íslands um meginatriði rammasamnings vegna þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila á landinu.
Að mati velferðarráðs er samkomulagið, sem felur í sér hækkun tekna (daggjalda, húsnæðisgjalda) og yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, mikilvægur áfangi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga varðandi leiðréttingu á rekstrarumhverfi ÖA og hjúkrunarheimila almennt.
Velferðarráð vísar málinu til bæjarráðs og leggur til að Akureyrarbær sæki um aðild samkvæmt samkomulaginu og gerður verði þjónustusamningur við Sjúkratryggingar Íslands.
Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA, Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Magnús Kristjánsson frá KPMG sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.