Bæjarráð

3524. fundur 06. október 2016 kl. 08:30 - 11:22 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Þorsteinn Hlynur Jónsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Dagskrá
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista mætti í forföllum Loga Más Einarssonar.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.

1.Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - samkomulag SFV og Sambands íslenskra sveitarfélaga við SÍ

Málsnúmer 2015040217Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 21. september 2016:

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA lögðu fram og svöruðu spurningum varðandi samkomulag sem samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gert við Sjúkratryggingar Íslands um meginatriði rammasamnings vegna þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila á landinu.

Að mati velferðarráðs er samkomulagið, sem felur í sér hækkun tekna (daggjalda, húsnæðisgjalda) og yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, mikilvægur áfangi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga varðandi leiðréttingu á rekstrarumhverfi ÖA og hjúkrunarheimila almennt.

Velferðarráð vísar málinu til bæjarráðs og leggur til að Akureyrarbær sæki um aðild samkvæmt samkomulaginu og gerður verði þjónustusamningur við Sjúkratryggingar Íslands.

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA, Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Magnús Kristjánsson frá KPMG sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

2.Mánaðarskýrsla bæjarráðs um starfsmanna- og launamál

Málsnúmer 2016100013Vakta málsnúmer

Kynnt fyrstu drög og hugmyndir að fyrirkomulagi mánaðarlegrar skýrslu til bæjarráðs um stöðugildi, yfirvinnu og fleira.

Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Súlur Björgunarsveitin á Akureyri - ósk um rekstrarstyrk

Málsnúmer 2016060026Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 20. september 2016:

Erindið tekið fyrir að nýju og drög að samningi um rekstrarstyrk við Súlur lögð fram. Erindið var síðast á dagskrá ráðsins 9. júní 2016.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir endurnýjun samnings við Björgunarsveitina Súlur með hækkun upp á kr. 330.000. Ráðið vísar ósk um viðbótarfjármagn vegna hækkunarinnar til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir hækkun á rekstrarstyrk við Súlur upp á kr. 330.000 og vísar til gerðrar viðauka.

4.Þórunnarstræti 99 - heitur pottur

Málsnúmer 2015050177Vakta málsnúmer

7. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 21. september 2016:

Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu búsetudeildar kynnti áætlanir um uppsetningu á heitum potti við Þórunnarstræti 99.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti uppsetningu á potti fáist til þess fjárveiting og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir uppsetningu á potti og vísar framkvæmdinni til Fasteigna Akureyrarbæjar en gert er ráð fyrir framkvæmdinni í framkvæmdaáætlun 2016.

5.Menningarfélagið Hof ses - aðalfundur 2016

Málsnúmer 2016100015Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. október 2016 frá Sigurði Kristinssyni formanni stjórnar MAk þar sem hann boðar til aðalfundar Menningarfélags Akureyrar ses. 18. október nk. kl. 20:00 í Borgarasal Samkomuhússins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

6.Vatnsverndarsvæðin í Hlíðarfjalli/Glerárdal

Málsnúmer 2016090188Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. september 2016 frá Baldri Dýrfjörð, lögfræðingi og staðgengli forstjóra fyrir hönd Norðurorku hf varðandi vatnsverndarsvæðin í Hlíðarfjalli/Glerárdal.

Í erindinu kemur meðal annars fram að reglulega komi fram hugmyndir um aukna starfsemi í Hlíðarfjalli og nú mögulega útvistun á starfseminni þar. Með hliðsjón af mikilvægi vatnsverndarsvæðanna þá hefur Norðurorka áhyggjur af þessu og vill brýna fyrir bæjarstjórn að ekki sé tekin nein áhætta í þessum efnum gagnvart mögulegri stækkun svæðisins. Með þessu er meðal annars vísað til hugmynda sem fyrir nokkrum árum komu fram í svonefndu: Hlíðarfjall, Akureyri Mountain Master Plan. Í þessari áætlun er gert ráð fyrir mikilli stækkun á svæðinu og þar á meðal starfsemi inni á vatnsverndarsvæðunum. Með hagsmuni vatnsverndarsvæðanna og þar með bæjarbúa og atvinnurekstrar á svæðinu er ekki hægt að fallast á neina frekari starfsemi innan vatnsverndarsvæðanna og mikilvægt að möguleg stækkun skíðasvæðisins fari fram á öðrum svæðum en vatnsverndarsvæðunum. Einnig er mikilvægt að möguleg aukning í starfsemi og eða stækkun svæðisins ýti ekki undir hættuna á umferð um eða við vatnsverndarsvæðin heldur þvert á móti að fullt tillit sé tekið til vatnsverndarinnar í öllu skipulagi svæðisins.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og leggur áherslu á að við framtíðaruppbyggingu í Hlíðarfjalli verði fullt tillit tekið til vatnsverndar.

7.Ágóðahlutagreiðsla 2016 - Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands

Málsnúmer 2016090176Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. september 2016 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands þar sem tilkynnt er um greiðslu ágóðahluta til aðildarsveitarfélaga. Greiðsla ágóðahlutar fyrir árið 2016 fer fram 14. október 2016 og er hlutur Akureyrarbæjar kr. 5.661.000.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 11:22.