Málsnúmer 2016050279Vakta málsnúmer
1. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 15. júní 2016:
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi mættu á fund ráðsins og gerðu grein fyrir áhrifum nýlegra breytinga á reglum um sérstakar húsaleigubætur.
Velferðarráð leggur til að reglurnar verði óbreyttar en að skerðingarhlutfall vegna tekna verði 0,67% í stað 1,35% og vísar málinu í bæjarráð til lokaafgreiðslu.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista mætti í forföllum Prebens Jóns Péturssonar.