Bæjarráð

3260. fundur 10. febrúar 2011 kl. 09:00 - 11:50 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólafur Jónsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Edward Hákon Huijbens áheyrnarfulltrúi
  • Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Atvinnuátak

Málsnúmer 2011020038Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga vegna atvinnuátaks 2011.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að setja allt að kr. 10 milljónir í sérstakt atvinnuátaksverkefni, lið 102-1980 og felur starfsmannastjóra vinnslu málsins.

Fjármögnun vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

2.Afmörkun lóða við Grundargötureit vegna breytingar á deiliskipulagi Oddeyrar

Málsnúmer 2011010010Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þremur afsölum öll dags. 2. febrúar 2011 vegna Strandgötu 39, Akureyri.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir uppkaup á 94 m² á eignarlóðinni Strandgötu 39, Akureyri.

3.Bílaklúbbur Akureyrar - akstursíþróttasvæði

Málsnúmer 2008100034Vakta málsnúmer

Tekin fyrir að nýju drög að uppbyggingar- og rekstrarsamningi við Bílaklúbb Akureyrar.
Áður á dagskrá bæjarráðs 3. febrúar sl.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir samninginn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista greiddi atkvæði á móti afgreiðslunni.

Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista , Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Edward H. Huijbens V-lista lögðu fram svohljóðandi bókun:

Við leggjumst alfarið gegn því að bæjarsjóður skuldbindi sig með þeim samningi sem hér er lagður fyrir. Við minnum á að fjárhagsáætlun ársins 2011 gerir ráð fyrir að bæjarsjóður verði rekinn með 385 milljón króna halla og ef ekki verða breytingar á ytra umhverfi má búast við að skera þurfi verulega niður í rekstri bæjarsjóðs á árinu 2012.

Alkunna er að meirihlutinn hefur opinberlega lýst því yfir að hann leggi mikla áherslu á að standa vörð um velferð og grunnþjónustu. Því skýtur skökku við að á sama tíma og gert er ráð fyrir verulegum niðurskurði á framlögum til skólamála, eigi að auka útgjöld bæjarsjóðs vegna þessa verkefnis.

Þrátt fyrir afstöðu okkar styðjum við fyriráætlanir um uppbyggingu ökugerðis og akstursíþróttasvæðis Bílaklúbbs Akureyrar en aðkoma bæjarins er að okkar mati ekki réttlætanleg eins og sakir standa.

Ólafur Jónsson D-lista lagði fram bókun svohljóðandi:

Á síðasta kjörtímabili var lögð gríðarleg vinna í deiliskipulag fyrir nýtt svæði Bílaklúbbsins á Glerárdal og samtímis gekk bærinn í uppkaup á landi á svæðinu og var því allt til reiðu að hefja framkvæmdir sl. vetur. Viðskiptaáætlun Bílaklúbbsins gerði ráð fyrir aðkomu einkaaðila að uppbyggingu á svæðinu, en því miður hefur það ekki gengið eftir. Nú er lagt upp með það að í fyrstu verði þetta allt á hendi Bílaklúbbsins og þar með ljóst að ekki verður hægt að halda áfram við nauðsynlegar framkvæmdir nema með aðkomu bæjarfélagsins. Starfsemi Bílaklúbbsins hefur vaxið mikið á undanförnum árum og áhugi á íþróttinni að sama skapi, það er því mikilvægt að skapa klúbbnum varanlega aðstöðu þannig að starfsemin færist inn á sérhannað svæði og þar með af götum bæjarins. Í annan stað er mjög mikilvægt að byggja upp tímanlega ökugerði þannig að ungmenni hér á svæðinu geti sótt nauðsynlegan og lögboðinn æfingaakstur á viðurkenndu svæði.

Fulltrúar L-lista Oddur Helgi Halldórsson, Geir Kristinn Aðalsteinsson og Halla Björk Reynisdóttir taka undir bókun Ólafs Jónssonar D-lista og vilja ítreka mikilvægi þess að koma upp ökugerði hið fyrsta á svæðinu.

4.Mannvirkjalög nr. 160/2010

Málsnúmer 2011010097Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 31. janúar 2011 frá umhverfisráðuneytinu. Þar er meðal annars vakin athygli sveitarfélaga á ákvæðum nýrra laga varðandi störf byggingarfulltrúa og byggingarnefnda. Eftir gildistöku laganna þarf sérstaka samþykkt sveitarfélags um störf byggingarnefndar sem staðfest skal af umhverfisráðherra ef sú ákvörðun er tekin að byggingarnefnd skuli vera í sveitarfélaginu.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

5.Metangas - rannsóknarvinnsla

Málsnúmer 2010110002Vakta málsnúmer

Lögð fram drög dags. í febrúar 2011 að samningi milli Akureyrarbæjar og Norðurorku hf um rannsóknir og vinnslu hauggass (metangass) úr sorphaugunum á Glerárdal.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Edward H. Huijbens V-lista viku af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar vegna stjórnarsetu sinnar í Norðurorku hf.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni að vinna áfram að málinu.

6.Frímerkjasöfn í eigu Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2010030089Vakta málsnúmer

Erindi dags. 2. febrúar 2011 frá Karli Guðmundssyni verkefnastjóra þar sem hann vísar í bókun bæjarráðs frá 28. október sl. en þá fól bæjarráð bæjarritara að láta meta safn Axels Schiöth sem hann gaf Akureyrarbæ, en andvirði þess safns á að renna til Lystigarðsins.
Karl óskar eftir heimild til að selja 13 Zeppelin Covers innanlands og einnig óskar hann eftir heimild til að selja frímerkin á næsta uppboði Postiljonen sem fram fer dagana 25.- 26. mars nk.

Bæjarráð heimilar Karli Guðmundssyni að ganga frá sölunni.

7.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2011

Málsnúmer 2011020014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 783. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 28. janúar 2011.

8.Framkvæmdamiðstöð - gjaldskrá

Málsnúmer 2011010148Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 28. janúar 2011.
Lögð fram ný gjaldskrá fyrir Framkvæmdamiðstöð.
Framkvæmdaráð samþykkir gjaldskrána.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.

9.Slökkvilið Akureyrar - gjaldskrá 2011

Málsnúmer 2011010022Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 4. febrúar 2011:
Lögð fram tillaga að hækkun á gjaldskrá Slökkviliðs Akureyrar í samræmi við rekstrarkostnað.
Framkvæmdaráð samþykkir gjaldskrána fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.

10.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - þriggja ára áætlun 2012-2014

Málsnúmer 2011010090Vakta málsnúmer

Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2012-2014.

11.Dalsbraut - skipulag og hönnun - fyrirspurn

Málsnúmer 2011020045Vakta málsnúmer

Ólafur Jónsson D-lista lagði fram eftirfarandi fyrirspurn.
Með vísan í viðtal við formann bæjarráðs Odd Helga Halldórsson í Vikudegi í sl. viku þar sem fram kemur hjá honum að vinna við skipulag og hönnun á Dalsbraut milli Þingvallastrætis og Miðhúsabrautar sé hafin og að framkvæmdir við götuna hefjist nú í haust óska ég eftir eftirfarandi upplýsingum,

Með hvaða forsendur eru lagt upp í þessari vinnu varðandi:

a. Hámarks umferðarhraða á götunni?
b. Hljóðstig við íbúðabyggð og skóla og hvort enn sé inn í myndinni að sækja um undanþágu frá leyfilegu hljóðstigi við hluta götunnar eins og lagt var upp með í núverandi hönnun götunnar?
c. Hvort það verði skoðað að uppfylla s.k. leiðbeiningargildi fyrir hljóðstig sem er 45 dB(A)?
d. Stokk undir götuna eins og meirihlutinn hefur boðað og önnur öryggisatriði varðandi gangandi umferð?
e. Varðandi lausnir fyrir íþróttasvæði KA vegna lands sem tapast?

Svör formanns bæjarráðs Odds Helga Halldórssonar:

a. Hámarkshraði mun verða eins og á öðrum tengibrautum, í mesta lagi 50 km/klst og hugsanlega lægri í nágrenni skólans og annars staðar þar sem ástæða þykir.

b. Við munum uppfylla þær kröfur sem gerðar eru um hljóðstig í nágrenni götunnar.

c. Við hönnun götunnar verður haft að leiðarljósi að hún hafi sem minnst truflandi áhrif á umhverfið. Það mun verða gert m.a. með að halda hávaðamengun í lágmarki. Því mun þetta atriði að sjálfsögðu verða skoðað.

d. Gatan mun verða hönnuð með það að leiðarljósi að hún skapi ekki hættu í umhverfinu, aðrar en þær sem fylgja alltaf umferðarmannvirkjum. Til þess verða allar leiðir skoðaðar.

e. Við munum leitast við að skapa sem mesta sátt um lagningu götunnar. Það felur m.a. í sér að leita þarf lausna, varðandi það svæði sem KA hefur til afnota og fer undir vegalagninguna. Fulltrúar L-listans hafa þegar hafið viðræður við KA um lausnir á því.

Fundi slitið - kl. 11:50.