Atvinnumálanefnd

5. fundur 10. júní 2015 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi Markaðsstofu Norðurlands
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson formaður
  • Jóhann Jónsson
  • Erla Björg Guðmundsdóttir
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Heimsóknir atvinnumálanefndar

Málsnúmer 2015030265Vakta málsnúmer

Atvinnumálanefnd heimsótti í upphafi fundar Markaðsstofu Norðurlands og flugklasann Air66 og fékk þar kynningu á starfsemi þeirra og helstu verkefnum.
Atvinnumálanefnd þakkar góðar móttökur og hlakkar til áframhaldandi samstarfs við Markaðsstofu Norðurlands og Air66.

2.Tillaga til þingsályktunar um eflingu brothættra byggða og byggðafestu veiðiheimilda, 588. mál

Málsnúmer 2015060046Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 3. júní 2015 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um eflingu brothættra byggða og byggðafestu veiðiheimilda, 588. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. júní 2015 á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/1020.html
Atvinnumálanefnd Akureyrar telur æskilegt að skoða úrræði til að auka byggðafestu í brothættum byggðum heildstætt og efla þau úrræði sem Byggðastofnun hefur enn frekar. Atvinnumálanefnd áréttar mikla sérstöðu eyjasamfélaganna í Hrísey og Grímsey sem þrátt fyrir að vera hluti af stærra sveitarfélagi, falla undir skilgreiningu um brothættar byggðir.

3.Atvinnumálanefnd - kynjuð fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2015040049Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð frá Creditinfo vegna upplýsinga sem atvinnumálanefnd óskaði eftir varðandi lista yfir fyrirtæki á Akureyri og kynjaskiptingu stofnenda/eigenda þeirra. Tilboðið hljóðar upp á kr. 80.165, auk virðisaukaskatts.
Atvinnumálanefnd samþykkir að ganga að tilboði Creditinfo og felur atvinnufulltrúa að ljúka málinu.

Fundi slitið - kl. 16:00.