Atvinnumálanefnd

21. fundur 11. maí 2016 kl. 16:00 - 18:00 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson formaður
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir verkefnastjóri atvinnumála ritaði fundargerð
Dagskrá
Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista mætti í forföllum Erlu Bjargar Guðmundsdóttur.
Jóhann Jónsson S-lista boðaði forföll fyrir sig og varamann sinn.

1.Atvinnustefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2011110167Vakta málsnúmer

Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður íþróttaráðs og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála mættu til fundar við nefndina til að ræða verkefni í atvinnustefnu sem snúa að íþróttamálum. Undir þessum lið var einnig rætt um þær ábendingar sem komu fram í umræðum um stefnuræðu formanns atvinnumálanefndar á bæjarstjórnarfundi 1. mars síðastliðinn.



Í framhaldi var farið í gegnum þær athugasemdir sem komu fram á bæjarstjórnarfundi við stefnuræðu formanns atvinnumálanefndar.
Atvinnumálanefnd þakkar Ingibjörgu og Ellerti fyrir komuna og fagnar því að góður gangur sé í verkefnum atvinnustefnu.

2.Samstarf um fræðslu og hugmyndafundi

Málsnúmer 2016040125Vakta málsnúmer

Rætt að beiðni Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur um möguleika á auknu samstarfi Akureyrarbæjar, SÍMEY, Háskólans á Akureyri og fleiri aðila um opna fræðslufundi og námskeið.
Atvinnumálanefnd felur verkefnastjóra atvinnumála að kalla saman fulltrúa þessara aðila á fund til að ræða hvernig hægt sé að bæta aðgengi atvinnulífs á Akureyri að fræðslufundum og námskeiðum.

3.Atvinnumálanefnd - kynjuð fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2015040049Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu verkefnis í tengslum við kynjaða fjárhagsáætlun sem skilað verður í haust.

4.Verkefni atvinnufulltrúa

Málsnúmer 2015070006Vakta málsnúmer

Verkefnisstjóri atvinnumála fór yfir helstu mál síðustu vikna.

Fundi slitið - kl. 18:00.