Atvinnumálanefnd

15. fundur 13. janúar 2016 kl. 16:00 - 18:00 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson formaður
  • Erla Björg Guðmundsdóttir
  • Jóhann Jónsson
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Stefán Guðnason
Starfsmenn
  • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir verkefnastjóri atvinnumála ritaði fundargerð
Dagskrá
Stefán Guðnason Æ-lista mætti í forföllum Margrétar Kristínar Helgadóttur.

1.Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Akureyri

Málsnúmer 2013090027Vakta málsnúmer

Undirbúningur Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar á Akureyri er farinn á fullt og er stefnt að því að hún verði haldin 4.- 6. mars næstkomandi.
Verkefnastjóri atvinnumála kynnti undirbúningsvinnuna auk þess sem rætt var um að afhenda viðurkenningar atvinnumálanefndar á helginni.
Atvinnumálanefnd felur verkefnastjóra atvinnumála að auglýsa eftir tilnefningum til athafna- og nýsköpunarverðlauna Akureyrarbæjar.

2.Junior Achievement á Íslandi

Málsnúmer 2016010102Vakta málsnúmer

Rætt um verkefnið Junior Achievement á Íslandi og mikilvægi þess að framhaldsskólar utan höfuðborgarsvæðisins hafi tækifæri og bolmagn til að taka þátt.

3.Starfsáætlun atvinnumálanefndar 2016

Málsnúmer 2016010091Vakta málsnúmer

Rætt um starfsáætlun atvinnumálanefndar 2016.
Ákveðið að næsti fundur nefndarinnar verði lengri vinnufundur þar sem farið verður yfir verkefni atvinnustefnu og starfsáætlun ársins.

4.Verkefni verkefnastjóra atvinnumála

Málsnúmer 2015070006Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri atvinnumála gerði munnlega grein fyrir verkefnum sínum síðustu vikur svo sem Brothættar byggðir, Atvinnu- og nýsköpunarhelgina, ferðamálastefnu og fleira.

Fundi slitið - kl. 18:00.