Á fundi sínum þann 24. apríl 2015 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 3. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 16. apríl 2015.
Liður 3 úr fundargerð, Giljaskóli - brettavöllur:
Hildur Kristinsdóttir og Helgi Rúnar Bragason mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Vildu ræða brettavöll við Giljaskóla. Eru íbúar í Skessugili 21. Eru afar ósátt við framkvæmdina. Fengu bréf á sínum tíma frá skipulagsnefnd og gerðu athugsemdir. Ekkert gert með þeirra sjónarmið í málinu. Hverfisnefnd tók ekki undir sjónarmið þeirra á aðalfundi hverfisnefndar Giljahverfis 9. apríl sl. Hljóðmön er of lág og þau telja að mikið ónæði verði vegna þessa. Vilja fá að vita hvað þau hefðu getað gert til að stöðva framkvæmdina. Hvernig verður lýsingin á svæðinu?
Farið var í framkvæmdina að ósk hverfisnefndar Giljahverfis ásamt því að samráð var haft við skólayfirvöld sem ekki gerðu athugasemd við áformin.
Bent er á að Fasteignir Akureyrarbæjar hafa yfirumsjón með framkvæmdinni og geta því upplýst um tæknileg atriði s.s. varðandi lýsingu ofl.