Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

536. fundur 16. apríl 2015 kl. 13:00 - 15:10 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Óseyri 2 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gámum

Málsnúmer 2014020225Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. mars 2015 þar sem Kristinn H. Svnbergsson f.h. Finns ehf., kt. 470403-2680, sækir um framlengingu á stöðuleyfi fyrir fjóra gáma á lóð nr. 2 við Óseyri.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Austurvegur 46 - umsókn um nafnabreytingu lóðarhafa

Málsnúmer 2013020151Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. apríl 2015 þar sem Sigmar J. Friðbjörnsson sækir um að gerð verði nafnabreyting á lóðarhafa á lóð nr. 46 við Austurveg í Hrísey og að Stekkjarvík ehf., kt. 630414-1050, verði skráð nýr lóðarhafi.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Kjarnaskógur, Sólskógar - umsókn um stöðuleyfi fyrir starfsmannaaðstöðu

Málsnúmer 2014020011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. febrúar 2014 þar sem Katrín Ásgrímsdóttir f.h. Sólskóga ehf., kt. 511296-2189, sækir um stöðuleyfi fyrir starfsmannaaðstöðu úr gámaeiningum á lóð Sólskóga í Kjarnaskógi. Meðfylgjandi eru teikningar. Innkomnar teikningar 14. apríl 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til 15. apríl 2016.

4.Undirhlíð 3 - umsókn um fjarskiptaloftnet á þaki

Málsnúmer 2015040075Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. apríl 2015 þar Hjörtur Líndal f.h. Nova ehf., 531205-0810, sækir um að setja fjarskiptabúnað/loftnet ofan á hús nr. 3 við Undirhlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Lúðvík D. Björnssson.
Skipulagsstjóri frestar erindinu og óskar eftir að umsækjandi leggi fram umsögn frá Isavía.

5.Gata sólarinnar 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014070003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. júní 2014 þar sem Brynjar Einarsson f.h. Úrbótamanna ehf., kt. 410683-0599, sækir um byggingarleyfi fyrir hús nr. 2 við Götu sólarinnar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Brynjar Einarsson. Innkomnar teikningar 7. apríl 2015.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem teikningar eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.

6.Tryggvabraut 5 - umsókn um breytingu á 2. hæð

Málsnúmer 2014030001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2014 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Samskips hf., kt. 440986-1539, óskar eftir samþykki á reyndarteikningum af húsi nr. 5 við Tryggvabraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar teikningar 8. apríl 2015.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Ásatún 40 - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi

Málsnúmer 2015030141Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. mars 2015 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Ásatúns ehf., kt. 410914-1660, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsinu nr. 40 á lóð nr. 40 - 46 við Ásatún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar teikningar 9. apríl 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Fjölnisgata 6 - umsókn um breytingar og viðbyggingu

Málsnúmer 2015030269Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. mars 2015 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson f.h. Bjarkarness ehf., kt. 671107-0710, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á þaki húss og viðbyggingu við hús nr. 6 við Fjölnisgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Hafnarstræti 99-101 - umsókn um breytingar á innra skipulagi

Málsnúmer 2015030140Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. mars 2015 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Ullarkistunar ehf., kt. 680995-2229, og AJS fasteigna ehf., kt. 420502-2570, sækir um breytingar á skipulagi 1. hæðar húss nr. 99-101 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar teikningar 14. apríl 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

10.Hafnarstræti 102 - umsókn um fjölgun gesta og breytingar á innra skipulagi

Málsnúmer 2015030211Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Kaffi 600 ehf., kt. 481111-0460, sækir um breytingar á innra skipulagi og hámarksfjölda gesta Pósthúsbarsins að Hafnarstræti 102. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri getur ekki orðið við erindinu hvað varðar ósk um fjölgun gesta þar sem fjöldi salerna er ekki í samræmi við byggingarreglugerð.

11.Skipagata 12 - umsókn um breytingar innanhúss

Málsnúmer 2015030270Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. mars 2015 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Hymis ehf., sækir um breytingar innanhúss á húsi nr. 12 við Strandgötu. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

12.Ráðhústorg 3 - umsókn um breytingar innanhúss

Málsnúmer 2015030212Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Natten ehf., kt. 530199-2319, sækir um breytingar innanhúss á húsi nr. 3 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

13.Kjarnagata 41 - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi

Málsnúmer 2015030250Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. mars 2015 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi nr. 41 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason ásamt gátlista. Innkomnar teikningar 14. apríl 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

14.Lerkilundur 18 - stöðuleyfi fyrir bát

Málsnúmer 2015030134Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. apríl 2015 þar sem Ásbjörn Gíslason og Anna María Sigurðardóttir sækja um stöðuleyfi fyrir bát á lóð nr. 18 við Lerkilund. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsstjóri frestar erindinu og óskar eftir rökstuðningi fyrir beiðninni.

Fundi slitið - kl. 15:10.