Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

533. fundur 26. mars 2015 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Ráðhústorg - umsókn um stöðuleyfi fyrir matsöluvagn

Málsnúmer 2015030229Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2015 þar sem Steingrímur Valur Hallgrímsson sækir um stöðuleyfi fyrir matsöluvagn á Ráðhústorgi. Meðfylgjandi er mynd með staðsetningu.
Skipulagsstjóri frestar erindinu þar sem nú er í vinnslu endurskoðun á reglum um útimarkaði og sölutjöld á Akureyri í miðbænum.

2.Skálatún 20 - smáhýsi á lóð

Málsnúmer 2015030153Vakta málsnúmer

Móttekin tölvupóstur 23. mars 2015 þar sem Margrét Bragadóttir og Bjarni Jakobsson sækja um að setja E-30 gler í glugga hússins nr. 20 við Skálatún sem snýr að skúr á lóðinni sem stendur nær húsinu en þrír metrar. Óskað er eftir 6 mánaða fresti til að framkvæma það.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Strandgata 11B og Glerárgata 3B - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014110070Vakta málsnúmer

Erindi dagsett þann 25. febrúar 2015 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Hagsmíði ehf., kt. 581295-2399, sækir um að gera gistirými á neðri hæð ásamt nýrri útihurð á vesturhlið húss við Strandgötu 11b og Glerárgötu 3b. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Skólastígur 5 - umsókn um breytingar utanhúss

Málsnúmer 2015030098Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. mars 2015 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. TG Eigna ehf., kt. 590214-0350, sækir um breytingar utanhúss á húsi nr. 5 við Skólastíg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Ásatún 40 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015030141Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. mars 2015 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Ásatúns ehf., kt. 410914-1660, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi nr. 40 á lóðinni nr. 40 - 46 við Ásatún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar teikningar 23. mars 2015.

Jafnframt er sótt um heimild til jarðvegsskipta í bílaplani.
Skipulagsstjóri heimilar umsækjenda að hafa jarðvegsskipti í bílaplani en frestar afgreiðslu að öðru leyti með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Kjarnagata 47 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015030197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. mars 2015 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús nr. 47 á lóðinni nr. 45-47 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikingar eftir Tryggva Tryggvason ásamt gátlista. Jafnframt er sótt um heimild til jarðvegsskipta í bílaplani.
Skipulagsstjóri heimilar umsækjenda að hafa jarðvegsskipti í bílaplani en frestar afgreiðslu að öðru leyti með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Grímseyjargata 3 (Oddeyrartangi 149141) - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2014050197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. mars 2015 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Vélsmiðjunar Ásverks ehf., kt. 590994-2009, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Grímseyjargötu 3. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Daggarlundur 8 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2015030175Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. mars 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 8 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Drottningarbraut, Litli-Garður - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013040088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. apríl 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi til breytinga innanhúss á gömlu hlöðunni við Litla-Garð við Drottningarbraut til notkunar fyrir leiksýningar og tónlistarflutnings. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 13. mars 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

10.Brekkugata 27a - umsókn um breytingu á notkun

Málsnúmer 2012040072Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. apríl 2012 þar sem Börkur Þór Ottósson f.h. Sæmundar Arnar Pálssonar og Guðbjargar Þóru Ellertsdóttur óskar eftir breyttri notkun á mhl 02 að Brekkugötu 27b sem er í dag skráð sem bílskúr en verður breytt í gistirými. Meðfylgjandi eru teikningar og skráningartafla eftir Börk Þór Ottósson.

Erindinu var frestað 24. apríl 2012. Umsækjandi kom á fund skipulagsstjóra á haustmánuðum 2012 og fékk frest til að skila inn teikningum þar sem búið er að framkvæma þær breytingar sem sótt var um. Nýjar teikningar hafa ekki borist í málinu.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem leiðrétt gögn gögn hafa ekki borist og lofthæð rýmanna ekki í samræmi við kröfur byggingarreglugerðar.

11.Hafnarstræti 99-101 - umsókn um breytingar á innra skipulagi

Málsnúmer 2015030140Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. mars 2015 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Ullarkistunar ehf., kt. 680995-2229, og AJS fasteigna ehf., kt. 420502-2570, sækir um breytingar á skipulagi 1. hæðar húss nr. 99-101 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar teikningar 24. og 25. mars 2015.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

12.Laufásgata 11 (148732) - umsókn um stöðuleyfi fyrir timburhúsi í smíðum

Málsnúmer 2014030114Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. mars 2015 þar sem Bragi Sigurðsson f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins, kt. 510391-2259, sækir um framlengingu á stöðuleyfi til eins árs fyrir timburhús í smíðum á lóð nr. 11 við Laufásgötu. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til 17. mars 2016.

Fundi slitið - kl. 14:30.