Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

490. fundur 30. apríl 2014 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Aðalstræti 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014040158Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. apríl 2014 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Sigfríðar Ingólfsdóttur og Ólafs Stefánssonar sækir um byggingarleyfi fyrir valmaþaki á húsið Aðalstræti 5. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Brekatún 2 - byggingarleyfi nýbygging

Málsnúmer BN060274Vakta málsnúmer

Innkomnar teikningar 14. mars 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. SS-Byggis, kt. 620687-2519, sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum af Brekatúni 2.
Innkomnar teikningar 16. apríl 2014 eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Bæjarins bestu - umsókn um stöðuleyfi fyrir pylsuvagn

Málsnúmer 2014040136Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. apríl 2014 þar sem Baldur Ingi Halldórsson f.h. Bæjarins bestu sf., kt. 600794-2569, sækir um stöðuleyfi fyrir pylsuvagn á miðbæjarsvæðinu dagana 12.-18. júní 2014.

Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem búið er að veita leyfi fyrir þeim söluvögnum sem hægt er að koma fyrir í miðbænum.

4.Hafnarstræti 18b - eignaskiptayfirlýsing

Málsnúmer 2014040214Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. apríl 2014 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Sigríðar Öldu Ásmundsdóttur og Guðmundar Friðfinnssonar, eign 0101, Ingva Ómars Meldal, eign 0102, Frosta L Meldal og Svanhildar Sigrtryggsdóttur eign 0201, óskar eftir áritun byggingarfulltrúa á meðfylgjandi teikningar eftir Þröst Sigurðsson sem nota á við gerð eignaskiptayfirlýsingar.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Óseyri 1a - umsókn um stöðuleyfi sumarhúss

Málsnúmer 2011090094Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. sept. 2011 þar sem Rögnvaldur Harðarsson óskar eftir stöðuleyfi til að byggja sumarhús til flutnings á lóð nr. 1a við Óseyri. Stöðuleyfi var veitt til eins árs eða 1. apríl 2013.
Skipulagsstjóri bendir umsækjanda á að láðst hefur að sækja um framlenginu á stöðuleyfinu og bendir á að sækja þarf um endurnýjun á leyfinu eða fjarlægja húsið að öðrum kosti fyrir 15. maí 2014.

6.Austurbyggð 17 - Hlíð - breyting á brunahönnun

Málsnúmer BN040385Vakta málsnúmer

Jónas Karlesson, fyrir hönd Fasteigna Akureyrar, kt. 710501-2380, sækir um breytingu á brunahönnun fyrir dvalarheimilið Hlíð, Austurbyggð 17.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu og óskar eftir uppfærðri aðalteikningu nr. 100.

7.Skipagata 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir kaffibar

Málsnúmer 2014010259Vakta málsnúmer

Innkomnar teikningar 28. apríl 2014 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Valtýs Pálssonar og Sigríðar Jónsdóttur sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Skipagötu 4 eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Melateigur 11 - umsókn um byggingarleyfi fyrir sólskála

Málsnúmer 2014030113Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. mars 2014 þar sem Valbjörn Æ. Vilhjálmsson f.h. Guðmundar Þórhallssonar sækir um byggingarleyfi fyrir sólskála við hús nr. 11 við Melateig. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Æ. Vilhjálmsson.
Innkomnar teikningar 29. apríl 2014.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:30.