Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

489. fundur 16. apríl 2014 kl. 13:00 - 13:35 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Brekkugata 43 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014040087Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. apríl 2014 þar sem Ingunn H. Bjarnadóttir sækir um leyfi til að byggja kvist á hús nr. 43 við Brekkugötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Bjarna Þór Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Óðinsnes 2, sumarhús - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2014040097Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. apríl 2014 þar sem Stefán Erlingsson f.h. Byko ehf., kt. 460169-3219, sækir um framlenginu á stöðuleyfi fyrir sýningarhús sem stendur á lóð nr. 2 við Óðinsnes. Meðfylgjandi er afstöðumynd eftir Magnús H. Ólafsson.

Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi fyrir hús í smíðum til eins árs.

3.Norðurvegur 5 Hrísey - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum utanhúss

Málsnúmer 2014030173Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. mars 2014 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Gersemi Þrastar ehf., kt. 520556-0289, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum utanhúss á húsi nr. 5 við Norðurveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar teikningar 11. apríl 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Oddeyrartangi 149132 Bústólpi - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013070029Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. apríl 2014 þar sem Jónas V. Karelsson f.h. Bústólpa ehf., kr. 541299-3009, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsnæði Bústólpa við Oddeyrartanga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jónas V. Karelsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Hjallatún 1-11 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN060759Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. apríl 2014 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Trétaks ehf., kt 551087-1239, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsinu Hjallatúni 1-11. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 15. apríl 2014.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Ósvör 2a - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013010280Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. apríl 2014 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Árness ehf., kt. 680803-2770 sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir Ósvör 2a.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Norðurtangi 7 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2011030080Vakta málsnúmer

Rafeyri ehf., kt. 430594-2229, var endurúthlutað lóðinni nr. 7 við Norðurtanga þann 24. júlí 2013. Framkvæmdafrestur var til 15. apríl 2014.

Skipulagsstjóri tilkynnir hér með að frestur til að hefja framkvæmdir er liðinn og mun lóðin verða auglýst að nýju.

8.Sómatún 29 (áður 33-35) - umsókn um lóð

Málsnúmer 2012020011Vakta málsnúmer

Sverri Gestssyni og Hrefnu Óladóttur var veitt lóðin nr. 29 við Sómatún 15. febrúar 2012. Framkvæmdafrestur var til 27. maí 2013.

Skipulagsstjóri tilkynnir hér með að frestur til að hefja framkvæmdir er liðinn og mun lóðin verða auglýst að nýju.

9.Sjávargata 4 - Oddeyrartangi - nafnabreyting á lóð

Málsnúmer 2014040134Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. apríl 2014 þar sem Hólmgeir Karlsson f.h. Bústólpa kt. 541299-3009 sækir um að heiti lóðarinnar við Oddeyrartanga landnr. 149132 verði breytt í Sjávargötu 4.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið og felur verkefnastjóra festeignaskráningar að tilkynna breytinguna til Þjóðskrár.

Fundi slitið - kl. 13:35.