Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

476. fundur 16. janúar 2014 kl. 13:00 - 14:40 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Daggarlundur 10 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014010057Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. janúar 2014 þar sem Logi Már Einarsson f.h. BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um byggingarleyfi fyrir húsi nr. 10 við Daggarlund. Meðfylgjandi er gátlisti, tilkynning um hönnunarstjóra og teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Innkomnar teikningar 14. janúar 2014.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Fjölnisgata 1a - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013120008Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 13. janúar 2014 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Hringbergs ehf., kt. 480607-0900, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 1a við Fjölnisgötu. Meðfylgjandi er teikning eftir Harald S. Árnason.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Heiðartún 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN100157Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2014 þar sem Stefán Ingólfsson leggur inn reyndarteikningar af húsi nr. 3 við Heiðartún. Teikningar eru áritaðar af Stefáni Ingólfssyni.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Skipagata 6 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á 2. hæð

Málsnúmer 2014010186Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. janúar 2014 þar sem Haraldur Árnason f.h. Gistingar Akureyri ehf., kt. 710713-1110, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 2. hæð í húsi nr. 6 við Skipagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason, gátlisti og tilkynning um hönnunarstjóra.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Daggarlundur 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2014010180Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. janúar 2014 þar sem Alexander Benediktsson sækir um lóð nr. 6 við Daggarlund. Meðfylgjandi er staðfesting á greiðslugetu frá Landsbankanum.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Fundi slitið - kl. 14:40.