Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

460. fundur 11. september 2013 kl. 13:00 - 13:55 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson
Dagskrá

1.Grænamýri 4 - umsókn um leyfi fyrir garðskúr

Málsnúmer 2013090036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. september 2013 þar sem Hjálmar Gunnarsson sækir um leyfi fyrir garðskúr við Grænumýri 4. Meðfylgjandi er samþykki nágranna og teikningar.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið með því skilyrði að skúrinn sé gluggalaus að aðliggjandi lóðamörkum.

2.Hvannavellir 12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2013090023Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. september 2013 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Ísams ehf., kt. 660169-1729, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hvannavelli 12. Meðfylgjandi eru gátlisti, tilkynning um hönnunarstjóra og teikningar eftir Þröst Sigurðsson.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Gránufélagsgata 10 - gistiskáli

Málsnúmer 2013060109Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. maí 2013 þar sem Jacek Rutkowski f.h. Eyrarkaffis ehf., kt. 700507-1300, sækir um leyfi til að breyta húsinu að Gránufélagsgötu 10 í gistiskála. Meðfylgjandi er teikning eftir Harald S. Árnason.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Fjölnisgata 6 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013050188Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. maí 2013 þar sem Gunnar Björn Þórhallsson f.h. Bjarkarness ehf., kt. 671107-0710, sækir um byggingarleyfi fyrir, milligólfi í bili B og viðbyggingu við bil C við Fjölnisgötu 6. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 13:55.