Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

457. fundur 22. ágúst 2013 kl. 13:00 - 14:10 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Glerárgata 28 - umsókn um endurnýjun þaks

Málsnúmer 2013080062Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. ágúst 2013 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Glerárgötu 28 ehf., kt. 700805-3010, sækir um leyfi til að endurnýja þak á húsi nr. 28 við Glerárgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Anton Örn Brynjarsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Hálönd, Hrímland 11 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013010257Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. janúar 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. SS-Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um leyfi til að byggja frístundahús á lóð nr. 11 við Hrímland.
Innkomnar teikningar 4. febrúar 2013.
Innkomnar teikningar 21. ágúst 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Hálönd, Hrímland 9 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013010261Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. janúar 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. SS-Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um leyfi til að byggja frístundahús á lóð nr. 9 við Hrímland. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 21. ágúst 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Land nr. 150053, Súluvegur, byggingarleyfi fyrir hreinsistöð

Málsnúmer 2013060233Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júní 2013 þar sem Ágúst Torfi Hauksson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdarleyfi v/ metanvinnslu við Súluveg. Meðfylgjandi eru teikningar. Innkomnar teikningar 19. ágúst 2013 eftir Svein Valdimarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Viðjulundur 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013040216Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. ágúst 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Rauða krossins á Akureyri, kt. 620780-3169, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsinu Viðjulundi 2. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Laxagata 7 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2013080083Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. ágúst 2013 þar sem Ketill Hólm Freysson sækir um leyfi til að gera bílastæði fyrir tvo bíla við húsið nr. 7 við Laxagötu samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
Innkomin 21. ágúst 2013 ný teikning og samþykki meðeigenda.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið að því tilskyldu að útakstur á lóðarmörkum verði ekki breiðari en 6 metrar. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

7.Kaupvangsstræti 23. - byggingarleyfi - breytingar

Málsnúmer BN080232Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. maí 2008 þar sem Einar Geirsson og Þormóður Jón Einarsson f.h. eigenda og rekstraraðila sækja um byggingarleyfi fyrir breytingum á húseigninni nr. 23 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomin umsögn frá vinnueftirlitinu 1. apríl 2009. Innkomið skriflegt samþykki meðeigenda 18. maí 2009. Innkomnar nýjar teikningar 25. janúar 2010.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Kjarnagata 50, 0201 og 0202 - umsókn um svalaskýli

Málsnúmer 2013080179Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. ágúst 2013 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Sigríðar Indriðadóttur, íbúð 0201, Kristínar Jónsdóttur, og Sigurgeirs Ormssonar, íbúð 0202, sækir um leyfi fyrir svalaskýli á húsi nr. 50 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru gátlistar, tilkynningar um hönnunarstjóra og teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Æskilegt er að komið verði fyrir útsogi úr eldhúsi vegna svalalokunar.

Fundi slitið - kl. 14:10.