Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

455. fundur 07. ágúst 2013 kl. 13:00 - 13:45 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Ólafur Jakobsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Ólafur Jakobsson
Dagskrá

1.Hrísalundur 3 - umsókn um stöðuleyfi fyrir frystigáma

Málsnúmer 2013080004Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. ágúst 2013 þar sem Birgir Snorrason f.h. Brauðgerðar Kr. fasteigna ehf., kt. 450106-1430, sækir um stöðuleyfi fyrir tvo frystigáma vestan við brauðgerðina í húsi nr. 3 við Hrísalund. Meðfylgjandi er teikning eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

2.Laufásgata 8 - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2012080006Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. ágúst 2013 þar sem Auður Skúladóttir óskar eftir framlengingu á stöðuleyfi við Laufásgötu 8. Sjá nánar í bréfi.

Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfið til þriggja mánaða. Ekki verða veittir frekari frestir um stöðuleyfi.

3.Möðruvallastræti 3 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2013070124Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 22. júlí 2013 þar sem Guðmundur Freyr Guðmundsson sækir um leyfi til að gera bílastæði við hús sitt nr. 3 við Möðruvallastræti. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Innkomnar frekari skýringar 6. ágúst 2013.



Skipulagsstjóri samþykkir erindið að því tilskyldu að útakstur á lóðarmörkum verði ekki breiðari en 7 metrar.


4.Þrumutún 3 - umsókn um breytingar utanhúss

Málsnúmer 2013070136Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. júlí 2013 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Þorláks Axels Jónssonar sækir um breytingar utanhúss á húsi nr. 3 við Þrumutún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Glerárgata 34 - umsókn um endurnýjun á aðalinngangi

Málsnúmer 2013080016Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. ágúst 2013 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Nývís hf., kt. 460912-0240, sækir um leyfi fyrir endurnýjun á aðalinngangi að verslun á 1. hæð í húsi nr. 34 við Glerárgötu. Meðfylgjandi er teikning eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 13:45.