Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

454. fundur 31. júlí 2013 kl. 13:00 - 13:15 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Álfabyggð 4 - umsókn um leyfi fyrir garðskúr

Málsnúmer 2013070126Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. júlí 2013 þar sem Sigurgeir Svavarsson f.h. Reglu karmelsystra ahgh. Jesú, kt. 410601-3380, sækir um leyfi til að byggja garðskúr á lóð nr. 4 við Álfabyggð. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu og óskar eftir samþykki náganna í Álfabyggð 6.

2.Spítalavegur 21 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2013070135Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. júlí 2013 þar sem Helgi Ármann Alfreðsson, Jón Aðalsteinsson og Hilma Sveinsdóttir sækja um lóðarstækkun við Spítalaveg 21 í samræmi við núgildandi deiliskipulag.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Lóðarskrárritara er falið að láta þinglýsa yfirlýsingu um breytta lóðarstærð skv. nýju lóðarblaði í samræmi við gildandi deiliskipulag.

3.Þórsvöllur - umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma

Málsnúmer 2013070099Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. júlí 2013 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Ungmennafélags Akureyrar, kt. 520692-2589, sækir um stöðuleyfi fyrir gáma við suðurenda áhorfendastúkunnar við Þórsvöll. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson og samþykki Fasteigna Akureyrarbæjar.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi fyrir gámana til eins árs.

4.Borgarsíða 20 - umsókn um stækkun á bílastæði

Málsnúmer 2013070140Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. júlí 2013 þar sem Reimar Helgason sækir um stækkun á bílastæði við hús sitt nr. 20 við Borgarsíðu. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsstjóri samþykkir umbeðna stækkun á bílastæði um 6 metra. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

Fundi slitið - kl. 13:15.