Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

452. fundur 17. júlí 2013 kl. 13:00 - 14:25 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Sjafnargata 7 - tilkynning vegna innköllunar lóðar

Málsnúmer BN060812Vakta málsnúmer

Þann 22. júlí 2009 var undirritað samkomulag milli Akureyrarbæjar og Brimborgar ehf., kt. 701277-0239, um frest á byggingarframkvæmdum og greiðslu gatnagerðargjalda af lóðinni nr. 7 (áður nr. 7-13) við Sjafnargötu.
Frestur til að hefja byggingarframkvæmdir var til 22. júlí 2012.

Í samræmi við samkomulag dagsett 22. júlí 2009 tilkynnir skipulagsstjóri, þar sem frestur til að hefja byggingarframkvæmdir er liðinn, að lóðin sé fallin til bæjarins og verði auglýst laus til umsóknar.  

2.Borgargil 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013070021Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. júlí 2013 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu nr. 1 við Borgargil. Meðfylgjandi eru gátlisti, brunahönnun og teikningar eftir Loga Má Einarsson.



Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.




3.Oddeyrartangi 149132 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013070029Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júlí 2013 þar sem Gísli Jón Kristinsson f.h. Bústólpa ehf., kt. 541299-3009, sækir um byggingarleyfi við Oddeyrartanga lnr. 149132. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Gísla Jón Kristinsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Undirhlíð 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013070048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. júlí 2013 þar sem Logi Már Einarsson f.h. húsfélags í Undirhlíð 3, kt. 410212-2260, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 3 við Undirhlíð. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Glerárgata 20 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013020142Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. júní 2013 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Þorps ehf., kt. 420206-2080, sækir um byggingarleyfi fyrir húsi nr. 20 við Glerárgötu. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Þröst Sigurðsson.
Innkomnar teikningar 11. júlí 2013
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Tjarnartún 29 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013060181Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. júní 2013 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 29 við Tjarnartún. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Innkomnar teikningar 12. júlí 2013
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

7.Tjarnarlundur 19, íbúð j - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013070059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. júlí 2013 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Péturs Bjarna Gíslasonar sækir um breytingar á húsi nr. 19 við Tjarnarlund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Tryggvabraut 22 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013070002Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júlí 2013 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. DK fasteigna ehf., kt. 540411-0690, sækir um breytingar innanhúss á húsi nr. 22 við Tryggvabraut. Meðfylgjandi eru samþykki meðeigenda, tilkynning um hönnunarstjóra og teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson mótteknar 5. júlí 2013.
Jafnframt er sótt um frest í 3-5 ár til að setja lyftu í húsið.
Innkomnar teikningar 16. júlí 2013. Innkomin jákvæð umsögn 15. júlí 2013 frá formanni samstarfsnefndar um málefni fatlaðra.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið en getur ekki fallist á lengri undanþágu vegna lyftu en til þriggja ára.

9.Brálundur 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013070011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júlí 2013 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Hebu Finnsdóttur sækir um breytingar á útliti og innra skipulagi hússins nr. 1 við Brálund. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Innkomnar teikningar 17. júlí 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

10.Sómatún 29 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012120025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júlí 2013 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Sverris Gestssonar sækir um breytingu á staðsetningu hússins Sómatúns 29 á lóðinni. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Innkomnar teikningar 16. júlí 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

11.Súluvegur 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013060128Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. júní 2013 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Auðhumlu svf., kt. 460269-0599, sækir um byggingarleyfi við Súluveg 1. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Gísla Kristinsson.
Innkomnar teikningar 8. júlí 2013.
Innkomin umsögn Vinnueftirlits ríkisins 16. júlí 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:25.