Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

450. fundur 03. júlí 2013 kl. 13:00 - 13:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
Starfsmenn
  • Stefanía Sigmundsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Bugðusíða 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013060239Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. júní 2013 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Líkamsræktarstöðvarinnar Bjargs ehf., kt. 460900-2989, sækir um breytingar innanhúss á Bugðusíðu 1. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Innkomnar eru umsagnir frá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Glerárgata 20 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013020142Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. júní 2013 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Þorps ehf., kt. 420206-2080, sækir um byggingarleyfi fyrir húsi nr. 20 við Glerárgötu. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Þröst Sigurðsson.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Glerárgata 26 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013040201Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. apríl 2013 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Fasteigna Akureyrabæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi til breytinga innanhúss á 2. og 3. hæð að Glerárgötu 26. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson, gátlisti og samþykki eigenda.
Innkomnar leiðréttar teikningar 2. júlí 2013.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

4.Kjarnagata 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013060263Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. júní 2013 þar sem Aðalsteinn Snorrason f.h. Fiskkompanísins ehf., kt. 520613-0800, sækir um breytingar innanhúss á húsi nr. 2 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru gátlisti, fylgiskjal og teikningar eftir Aðalstein Snorrason.
Innkomnar umsagnir Vinnueftirlitsins og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 2. júlí 2013.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Súluvegur 1 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2013070015Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júlí 2013 þar sem Jónas V. Karlesson f.h. Auðhumlu svf., kt. 460269-0599, sækir um stækkun lóðar við Súluveg 1 í samræmi við nýtt mæliblað. Meðfylgjandi er ósk um að lóðin heiti áfram Súluvegur 1.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið. Lóðaskrárritara er falið að gefa út yfirlýsingu vegna stækkunar lóðarinnar.

Fundi slitið - kl. 13:30.