Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

435. fundur 06. mars 2013 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Eftirlit með nýbyggingum - lokaúttektir

Málsnúmer 2013020190Vakta málsnúmer

Svavar Hannesson hringdi í viðtalstíma bæjarfulltrúa 14. febrúar 2013.
Telur verulega skorta á eftirlit með nýbyggingum og úttekt á þeim. Hann telur lokaúttekt bygginga dragast úr hófi fram sem þýði tekjutap fyrir bæinn og mismuni fasteignaeigendum.

Skipulagsdeild sér um eftirlit nýbygginga sem og annarra byggingarframkvæmda og er því eftirliti framfylgt í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. Byggingarstjóri skal kalla eftir og ber ábyrgð á áfangaúttektum og að óskað sé eftir loka- eða öryggisúttekt byggingar. Í nýútgefinni byggingarreglugerð eru ákvæði um aðgerðir gagnvart byggingarstjóra ef hann sinnir ekki skyldum sínum og hefur ekki óskað eftir loka- eða öryggisúttekt áður en hús er tekið í notkun. Einnig er ákvæði um að lokaúttekt skuli gera innan þriggja ára frá því að hús er tekið í notkun. Ef byggingarstjóri hefur ekki óskað eftir úttekt skal byggingarfulltrúi hlutast til um að hún verði gerð.

2.Hálönd, Hrímland 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012030231Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. desember 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi á lóð nr. 1 við Hrímland.
Einnig er óskað eftir undanþágu í samræmi við grein 17.1.2., lið 1 í byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.11.1. Umferðarleiðir hreyfihamlaðra.
2. Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
3. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
4. Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.
Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Innkomnar teikningar 21. febrúar 2013.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Hálönd, Hrímland 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012080089Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. desember 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi á lóð nr. 3 við Hrímland.
Einnig er óskað eftir undanþágu í samræmi við grein 17.1.2., lið 1 í byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.11.1. Umferðaleiðir hreyfihamlaðra.
2. Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
3. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
4. Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.
Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einasson.
Innkomnar teikningar 24. janúar 2013.
Innkomnar teikningar 21. febrúar 2013.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

 

4.Hálönd, Hrímland 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012080091Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. desember 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi á lóð nr. 5 við Hrímland.
Einnig er óskað eftir undanþágu í samræmi við grein 17.1.2., lið 1 í byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.11.1. Umferðarleiðir hreyfihamlaðra.
2. Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
3. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
4. Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.
Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einasson.
Innkomnar teikningar 24. janúar og 21. febrúar 2013.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Kjarnagata 25 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN060291Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2013 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir húsinu nr. 25 við Kjarnagötu.
Einnig er sótt um undanþágu í samræmi við grein 17.1.2., lið 1. í byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h.
2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. Gr. 6.4.4. Gangar og anddyri.
4. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
5. Gr. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
6. Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
7. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
8. Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.
Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Innkomnar teikningar 21. og 26. febrúar og 4. mars 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi ef byggingarleyfi hefur ekki verið gefið út fyrir 15. apríl nk.

6.Kjarnagata 27 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013030008Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2013 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir húsinu nr. 27 við Kjarnagötu.
Einnig er sótt um undanþágu í samræmi við grein 17.1.2., lið 1. í byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h.
2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. Gr. 6.4.4. Gangar og anddyri.
4. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
5. Gr. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
6. Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
7. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
8. Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Innkomnar teikningar 21. og 26. febrúar og 4. mars 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi ef byggingarleyfi hefur ekki verið gefið út fyrir 15. apríl nk.

7.Lundargata 17 - lóð

Málsnúmer 2013020184Vakta málsnúmer

Harald Christian Jespersen Fróðasundi 4, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 14. febrúar 2013.
Hann lýsir áhyggjum sínum yfir ástandi lóðar Lundargötu 17. Hann telur lóðina vera lýti á bænum og óskar eftir að bæjaryfirvöld geri eitthvað í málinu til að fegra og snyrta svæðið.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi hverfisins er heimilt að byggja parhús á lóðinni. Núverandi eigandi lóðarinnar hefur verið í viðræðum við skipulagsdeild um framkvæmdir sem vonandi fara af stað innan tíðar. Ef framkvæmdir hefjast ekki á næstunni mun verða haft samband við lóðarhafa og óskað eftir úrbótum vegna ástands lóðar.

8.Naustatangi 2 mhl-01 - umsókn um leyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2012070063Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. febrúar 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Slippsins á Akureyri ehf., kt. 511005-0940, sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum af Naustatanga 2, matshluta 1. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson.
Einnig er óskað eftir undanþágu í samræmi við grein 17.1.2., lið 1 í byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h.
2. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
3. Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
4. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
5. Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.
Innkomnar teikningar 1. mars 2013.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Norðurgata 8 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2013030044Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. mars 2013 frá Zlatko Novak þar sem hann óskar eftir að Norðurgata 8 verði skráð sem íbúð í stað verslunar.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi hverfisins er lóðin nr. 8 við Norðurgötu skilgreind sem verslunarlóð. Til þess að geta breytt skráningu úr verslun í hefðbundna íbúðarhúsalóð þarf fyrst heimild skipulagsnefndar til að gera deiliskipulagsbreytingu.

Ósk um slíka breytingu skal send skipulagsnefnd með formlegum hætti. Í framhaldi af því þarf að sækja um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun og leggja fram aðaluppdrætti af húsinu.

Notkun hússins sem íbúðarhúsnæði er því óheimil þar til breytingar hafa verið samþykktar.

10.Borgir land, Grímsey landnúmer 151872 - afskráning lóðar

Málsnúmer 2013030040Vakta málsnúmer

Erindi í tölvupósti dagsettum 5. mars 2013 þar sem Þórunn Birgisdóttir f.h. Jarðeigna ríkisins óskar eftir að lóðin Borgir land í Grímsey, landnúmer 151872, verði afskráð.
Samkvæmt upplýsingum frá Sigþóri Harðarsyni matsfulltrúa hjá Þjóðskrá Íslands er þetta lóð, sem var undir beinaverksmiðju, en hún var rifin 1991.
Engin lóðarstærð er skráð og ekkert lóðarblað eða afstöðumynd er til.
Meðfylgjandi eru álagningarseðill fasteignagjalda og útprentun úr þjóðskrá.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Lóðaskrárritara er falið að afskrá lóðina.

11.Hafnarstræti 95 - umsókn um breytingar innanhúss

Málsnúmer 2012060101Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júní 2012 þar sem Ingunn Helga Hafstað f.h. Reita I ehf., kt. 510907-0940, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af 1. hæð að Hafnarstræti 95. Sótt er um breytingar innanhúss í apóteki. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Ingunni Helgu Hafstað. Innkomnar teikningar og umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 22. febrúar 2013.
Innkomnar teikningar 6. mars 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

12.Hafnarstræti 87-89 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013010246Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. febrúar 2013 þar sem Hallgrímur Friðgeirsson f.h. Regins ehf., kt. 630109-1080, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir Hafnarstræti 87-89. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Friðrik Ólafsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

13.Rauðamýri 11 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013020043Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. febrúar 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Þorsteins H. Vignissonar sækir um leyfi til breytingar á áður samþykktum teikningum af bílgeymslu við Rauðumýri 11.
Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Innkomnar teikningar 6. mars 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:00.