Málsnúmer BN060291Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 10. janúar 2013 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir húsinu nr. 25 við Kjarnagötu.
Einnig er sótt um undanþágu í samræmi við grein 17.1.2., lið 1. í byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h.
2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. Gr. 6.4.4. Gangar og anddyri.
4. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
5. Gr. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
6. Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
7. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
8. Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.
Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Innkomnar teikningar 21. og 26. febrúar og 4. mars 2013.
Skipulagsdeild sér um eftirlit nýbygginga sem og annarra byggingarframkvæmda og er því eftirliti framfylgt í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. Byggingarstjóri skal kalla eftir og ber ábyrgð á áfangaúttektum og að óskað sé eftir loka- eða öryggisúttekt byggingar. Í nýútgefinni byggingarreglugerð eru ákvæði um aðgerðir gagnvart byggingarstjóra ef hann sinnir ekki skyldum sínum og hefur ekki óskað eftir loka- eða öryggisúttekt áður en hús er tekið í notkun. Einnig er ákvæði um að lokaúttekt skuli gera innan þriggja ára frá því að hús er tekið í notkun. Ef byggingarstjóri hefur ekki óskað eftir úttekt skal byggingarfulltrúi hlutast til um að hún verði gerð.