Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

434. fundur 27. febrúar 2013 kl. 13:00 - 14:05 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Geymsluhús Eyjafjarðarbraut fastanr. 214-5789 - fasteignagjöld

Málsnúmer 2013020096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. febrúar 2013 frá Benedikt Ólafssyni þar sem hann tilkynnir að eign með fastanúmer 214-5789 á lóð Akureyrarflugvallar, lnr. 147548, hafi verið fjarlægð af lóðinni þann 1. febrúar 2011. Þess er farið á leit að eignin verði afskráð í Þjóðskrá og að Akureyrarbær felli niður álögð fasteignagjöld af húsinu frá því að húsið var fjarlægt.

Skipulagsstjóri felur lóðarskrárritara að ganga frá afskráningu hússins þar sem húsið hefur verið fjarlægt af lóðinni.
Erindi varðandi endurgreiðslu fasteignagjalda er vísað til afgreiðslu fjármálastjóra Akureyrarbæjar.

2.Hafnarstræti 95 - umsókn um breytingar innanhúss

Málsnúmer 2012060101Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júní 2012 þar sem Ingunn Helga Hafstað f.h. Reita I ehf., kt. 510907-0940, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af 1. hæð að Hafnarstræti 95. Sótt er um breytingar innanhúss í apóteki. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Ingunni Helgu Hafstað. Innkomnar teikningar og umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 22. febrúar 2013.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Kjarnagata 25-27 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN060291Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2013 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir húsinu nr. 25-27 við Kjarnagötu.
Einnig er sótt um undanþágu í samræmi við grein 17.1.2., lið 1. í byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h.
2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. Gr. 6.4.4. Gangar og anddyri.
4. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
5. Gr. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
6. Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
7. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
8. Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.
Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Innkomnar teikningar 21. og 26. febrúar 2013.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Krossanes 4 - umsókn um vatnsmiðlunartank og dæluhús

Málsnúmer 2012020172Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2012 þar sem Björgvin Smári Jónsson f.h. Becromal Properties ehf., kt. 660707-0850, sækir um leyfi fyrir dæluskýli við vatnstank sem er í byggingu á lóð nr. 4 við Krossanes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson.
Innkomnar teikningar 13. og 21. febrúar 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Krossanes 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013020214Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. febrúar 2013 þar sem Gunnar Kr. Sigmundsson f.h. Olíudreifingar ehf., kt. 660695-2069, sækir um byggingarleyfi fyrir gasolíugeymi nr. 14 á lóðinni Krossanes 5. Meðfylgjandi eru teikningar og skráningartafla eftir Gunnar Kr. Sigmundsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Ósvör 2a - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013010280Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. janúar 2013 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Árness ehf., kt. 680803-2770, sækir um byggingarleyfi á lóð nr. 2a við Ósvör. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Einnig er óskað eftir undanþágu í samræmi við grein 17.1.2., lið 1 í byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h.
2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. Gr. 6.4.4. Gangar og anddyri.
4. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
5. Gr. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
6. Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
7. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
8. Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.
Innkomnar teikningar 21. febrúar 2013.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

 

7.Þverholt 6 - skjólgirðing yfir hæðarmörkum

Málsnúmer 2012080094Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. febrúar 2013 þar sem Inga Steinlaug Hauksdóttir sækir um leyfi til breytinga á girðingu við Þverholt 6. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Strandgata 49 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012121159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. desember 2012 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Tis ehf., kt. 620905-1270, sækir um breytingu á innra skipulagi húss nr. 49 við Strandgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 7. og 26. febrúar 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

9.Höfðahlíð - Sólvangur - reyndarteikningar

Málsnúmer BN050651Vakta málsnúmer

Ágúst Hafsteinsson leggur inn reyndarteikningar 25. febrúar 2013 fyrir bílskúr að Höfðahlíð - Sólvangur 152136.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

10.Gránufélagsgata 47 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013020258Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. febrúar 2013 þar sem Kári Pálsson f.h. Idea ehf., kt. 601299-2249, sækir um byggingarleyfi við Gránufélagsgötu 47. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Ásgeirsson.

Skipulagsstjóri vísar erindinu til skipulagsnefndar þar sem umbeðin viðbygging kallar á breytingu á gildandi deiliskipulagi svæðisins.

11.Furuvellir 15 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013020260Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. febrúar 2013 þar sem Ingunn Helga Hafstað f.h. Bílanausts ehf., kt. 411112-0390, sækir um leyfi til að breyta húsi nr. 15 við Furuvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ingunni Helgu Hafstað.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

12.Sómatún 29 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012120025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. desember 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Sverris Gestssonar sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu nr. 29 við Sómatún. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Einnig er sótt um undanþágu í samræmi við grein 17.1.2., lið 1 í byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h. Varðandi hönnun umferðaleiða innan bygginga.
2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. Gr. 6.4.4. Gangar og anddyri.
4. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
5. Gr. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
6. Gr. 13.2.3. Útreikningar heildarleiðnitaps.
7. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
8. Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.
Innkomnar teikningar 17. janúar, 13. febrúar og 26. febrúar 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:05.