Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

420. fundur 07. nóvember 2012 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Barmahlíð 8 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012100046Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. október 2012 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Sigurgeirs Svavarssonar ehf., kt. 680303-3630, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu við lóð nr. 8 við Barmahlíð. Þar stóð áður hús sem brann. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Rögnvald Harðarson ásamt tilkynningu um hönnunarstjóra. Hönnunarstjóri verksins er Rögnvaldur Harðarson. Innkomnar nýjar teikningar 31. október 2012.
Einnig er sótt um undanþágu frá byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h.
2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. Gr. 6.4.4. Gangur og anddyri.
4. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
5. Gr. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
6. Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
7. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
8. Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Gránufélagsgata 45 - umsókn um stöðuleyfi vegna húss sem ætlað er til flutnings

Málsnúmer 2012100191Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. október 2012 þar sem Stefán Guðmundsson f.h. SKG verktaka, kt. 591199-2429, óskar eftir stöðuleyfi vegna húss sem ætlað er til flutnings. Meðfylgjandi eru teikning og mynd af lóð.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Hafnarstræti 107b - umsókn um leyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2011060073Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. september 2012 þar sem Ingibjörg Baldursdóttir f.h. Ingimarshúss, kt. 670511-0220, leggur inn reyndarteikningar og sækir jafnframt um leyfi til að setja upp við húsið að Hafnarstræti 107b lítinn óupphitaðan geymsluskúr fyrir útihúsgögn og fleira. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svein Valdimarsson. Innkomið samþykki lóðarhafa 30. október 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Hólabraut 16 - umsókn um innanhússbreytingar

Málsnúmer BN110033Vakta málsnúmer

Lagðar fram breytingateikningar af Hólabraut 16 eftir Karl-Erik Rocksén 19. október 2012. Innkomnar sérteikningar 29. október 2012. Innkomnar nýjar aðalteikningar 31. október 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Setja skal upp girðingu á lóðamörk við Laxagötu sbr. samþykkt deiliskipulag. 

5.Hólmatún 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012070052Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. október 2012 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um breytingar á handriði. Meðfylgjandi eru teikningar, gátlisti og bréf frá Mannvirkjastofnun. Áður var sótt um undanþágu vegna einangrunar í veggjum og þaki en afturköllun á beiðninni barst embættinu þann 6. nóvember 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Hólmatún 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012070053Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. október 2012 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um breytingar á handriði. Meðfylgjandi eru teikningar, gátlisti og bréf frá Mannvirkjastofnun. Áður var sótt um undanþágu vegna einangrunar í veggjum og þaki en afturköllun á beiðninni barst embættinu þann 6. nóvember 2012.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Hólmatún 9 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012090210Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2012 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 9 við Hólmatún. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar og gátlisti 1. og 6. nóvember 2012.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

 

8.Pílutún 8 - umsókn um leyfi fyrir garðskúr

Málsnúmer 2012110006Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. nóvember 2012 þar sem Rafn Herbertsson óskar eftir leyfi til að byggja garðskúr á lóð nr. 8 við Pílutún. Meðfylgjandi eru samþykki meðeigenda og nágranna, afstöðumynd og teikningar af skúr.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

9.Stapasíða 12 - umsókn um breytta skráningu á fasteign

Málsnúmer 2012020280Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. febrúar 2012 þar sem Guðrún S. Kristinsdóttir og Valdís Alexia Cagnetti óska eftir að húseign þeirra að Stapasíðu 12 verði skipt upp og skráð sem tvær eignir. Nánari skýringar eru í meðfylgjandi bréfi. Innkomnar teikningar og leiðrétt gögn 11. október 2012.
Innkomnar nýjar teikningar 1. nóvember 2012.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

10.Kjarnagata 56 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN100154Vakta málsnúmer

Innkomnar nýjar reyndarteikningar 5. mars 2012 eftir Fanneyju Hauksdóttur þar sem sótt er um ýmsar breytingar á áður samþykktum teikningum af Kjarnagötu 56. Innkomnar nýjar teikningar 1. nóvember 2012.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

11.Kjarnagata 58 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN100155Vakta málsnúmer

Innkomnar nýjar reyndarteikningar 5. mars 2012 eftir Fanneyju Hauksdóttur þar sem sótt er um ýmsar breytingar á áður samþykktum teikningum af Kjarnagötu 58. Innkomnar nýjar teikningar 1. nóvember 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

12.Þingvallastræti 10 - umsókn um endurnýjun á þaki

Málsnúmer 2012110016Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. nóvember 2012 þar sem Þröstur Sigursson f.h. Páls L. Sigurjónssonar sækir um leyfi til endurnýjunar á þaki á húsi nr. 10 við Þingvallastræti. Meðfylgjandi er sérteikning eftir Þröst Sigurðsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

13.Munkaþverárstræti 10 - umsókn um byggingarleyfi fyrir endurbótum

Málsnúmer 2012030144Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. mars 2012 frá Antoni Brynjarssyni þar sem hann f.h. Hjördísar Líneyjar Pétursdóttur óskar eftir leyfi til að hefja vinnu við lagfæringar á þaki hússins Munkaþverárstrætis 10. Byrjað verður á austurhlið og ákvarðanir um aðgerðir teknar eftir því sem ástand þaksins kemur í ljós. Anton Brynjarsson mun hafa umsjón með tæknilegum útfærslum og fylgjast með framkvæmdum. Haft verður samráð við byggingareftirlit um alla framkvæmd. Innkomnar nýjar teikningar 1. nóvember 2012.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

 

Fundi slitið - kl. 14:30.