Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

397. fundur 16. maí 2012 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Daggarlundur 18 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012050036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Lilju Filipusdóttur og Vagns Kristjánssonar sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 18 við Daggarlund. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Tryggva Tryggvason. Óskað er eftir undanþágu frá nýrri byggingareglugerð nr. 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun lið h. vaðandi hönnun umferðaleiða innan bygginga sjá kafla 6.4.
2. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
3. Gr. 6.7.8. Íbúðarherbergi varðandi kröfu um eitt 14 m2 herbergi.
4. Gr. 8.5.2. Gler.
5. Gr. 13.2.1. Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.
Innkomnar nýjar teikningar og umsókn um takmarkað byggingarleyfi 11. maí 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Naust III - umsókn um rif á gömlum húsum

Málsnúmer 2012050104Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. maí 2012 þar sem Óskar Gísli Sveinsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi til að rífa niður skúra og fl. að Naustum III lnr. 146957. Meðfylgjandi er afstöðumynd og ljósmynd.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið á grundvelli gildandi deiliskipulags og með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð, þ.e. plata og sökklar sem standa upp úr jörð og að svæðið verði grætt upp. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt hefur farið fram skv. 16. gr. Mannvirkjalaga.


 

3.Skilti - Leyfisveitingar 2012

Málsnúmer 2012020027Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. maí 2012 frá Sigfúsi Ó. Helgasyni þar sem hann f.h. Íþróttafélagsins Þórs, kt. 710269-2469, sækir um leyfi til að setja upp auglýsingastanda vegna knattspyrnuleikja félagsins á tímabilinu 10. maí - 30. september ár hvert á eftirtöldum stöðum:
Austan Hörgárbrautar norðan Langholts 1.
Austan Glerárgötu við Torfunefsbryggju.
Vestan Hlíðarbrautar austan við Tröllagil 14.
Norðan Borgarbrautar vestan við hringtorg við Gleráreyrar.

Skipulagstjóri bendir á að nú þegar er í gildi samþykkt frá 2010 sem gildir til 2014 um heimild fyrir staðsetningu viðburðaskiltanna.

Staðsetning skiltanna frá götu og gatnamótum verði í samræmi við "Samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar".

4.Sómatún 31-39 (áður 37-45) - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer 2012030221Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. apríl 2012 þar sem Trésmiðja Ásgríms Magnússonar ehf., kt. 410604-3880, sækir um að vera byggingarstjóri við nýbyggingu að Sómatúni 31-39. Umboð hefur Ásgrímur Magnússon

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Lundargata 4 - breytt notkun

Málsnúmer 2012050008Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. apríl 2012 þar sem Albert Valdimarsson óskar að breyta skráningu á Lundargötu 4 lnr. 148826 úr verkstæði í geymslu.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Reynilundur 7 - umsókn um kerrustæði

Málsnúmer BN100159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. maí 2012 þar sem Sigurður Malmquist sækir um að gera þriggja metra breitt kerrustæði við hús sitt að Reynilundi 7. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsstjóri samþykkir tveggja metra úrtak vegna aðkomu að kerrustæði.

7.Hafnarstræti - umsókn um stöðuleyfi söluskála

Málsnúmer BN110030Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2012 þar sem Hulda S. Ringsted f.h. Fiskistjörnunnar ehf., kt. 450309-0600, sækir um að framlengja stöðuleyfi fyrir söluskála við Hafnarstræti í 12 mánuði til að selja Fish and chips og fleira.

Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

8.Hlíðarfjallsvegur 7 - umsókn um stöðuleyfi gáma

Málsnúmer 2012050118Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. maí 2012 þar sem Björgvin Ólafsson f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um stöðuleyfi fyrir tvo 40 feta gáma á lóð bílaklúbbsins við Hlíðarfjallsveg 7. Einnig er óskað eftir leyfi til að setja klæðningu utan á þá til fegrunar. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi fyrir gámana til eins árs.

9.Aðalstræti 66 - umsókn um deiliskipulag

Málsnúmer 2012050123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. maí 2012 þar sem Guðlaug Erna Jónsdóttir f.h. eiganda Aðalstrætis 66, Hrafnkels Magnússonar, óskar eftir að afmarkaður verði í deiliskipulagi Innbæjarins byggingareitur fyrir allt að 25 fermetra viðbyggingu vestan við húsið, ætlaður til að byggja sólstofu eða aðra viðbyggingu. Jafnframt að heimilað verði að endurbyggja kartöflugeymslu efst á lóðinni. Meðfylgjandi eru nánari skýringar í bréfi og afstöðumynd.

Erindinu er vísað í yfirstandandi vinnu við deiliskipulag af Fjörunni og Innbænum. Gerð verður tillaga um stækkun á byggingarreit.

10.Kaupangsstræti 10-12 - umsókn um fánastöng

Málsnúmer 2012050125Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2012 þar sem Óskar Gísli Sveinsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi fyrir 12 m fánastöng á þaki Sjónlistamiðstöðvarinnar við Kaupvangsstræti 10-12. Meðfylgjandi er ljósmynd.

Skipulagsstjóri gefur tímabundið leyfi til 15. september 2012 fyrir uppsetningu fánastangarinnar þar sem óljós eru umhverfisáhrif hennar s.s. vegna hávaðaáreitis á næsta nágrenni. Gerð er krafa um að frágangi verði þannig háttað að hægt verði að fella fánastöngina niður.

11.Hafnarstræti 102 - 2. hæð - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2012050047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. maí 2012 þar sem Sveinn Fannar Ármannsson f.h. Centrum ehf., kt. 490212-0430, sækir um leyfi til að setja upp veggi og sturtur til að breyta rýmum á 2. hæð í bakpokagistingu að Hafnarstræti 102. Meðfylgjandi er grunnmynd. Innkomnar nýjar teikningar og gátlisti 16. maí 2012.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:00.