Málsnúmer 2012030221Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 21. mars 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Trésmiðju Ásgríms Magnússonar, kt. 410604-3880, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 31-39 (áður 37-45) við Sómatún. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Tryggva Tryggvason. Einnig er óskað eftir að byggja eftir ákvæðum eldri byggingareglugerðar nr. 441/1998:
1. gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, lið h, varðandi hönnun umferðarleiða innan bygginga sjá kafla 6.4.
2. gr. 6.7.2. Algild hönnun.
3. gr. 6.7.8. Íbúðaherbergi varðandi kröfu um eitt 14-fermetra herbergi.
4. gr. 6.12.6. Sorpgeymslur og sorpflokkun.
5. gr. 9.5.5. Björgunarop varðandi kröfu um breidd og hæð.
6. gr. 12.2.1. til 13.3.3. Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámrks U-gilda byggingarhluta.
Innkomnar nýjar teikningar 4. apríl 2012.