Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

391. fundur 28. mars 2012 kl. 13:00 - 15:10 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Brekkugata 3 - breyting á 2. hæð

Málsnúmer BN050135Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. mars 2012 þar sem Arnar Halldórsson óskar eftir breytingum á áður samþykktum teikningum af 2. hæð Brekkugötu 3. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Gunnlaugsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Jaðarsíða 11-15 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012030098Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. mars 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Árness ehf., kt. 680803-2770, og Karólínu ehf., kt. 660795-2439, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 11-15 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Tryggva Tryggvason. Einnig er umsókn um að fara eftir eldri byggingareglugerð 441/1998.
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, lið h. varðandi hönnun umferðarleiða innan bygginga sjá kafla 6.4.
2. Gr. 6.7.2 Algild hönnun.
3. Gr. 6.7.8. Íbúðarherbergi varðandi kröfu um eitt 14m2 herbergi.
4. Gr. 6.12.6 Sorpgeymslur og sorpflokkun.
5. Gr. 9.5.5. Björgunarop varðandi kröfu um breidd og hæð.
6. Gr. 13.2.1 til 13.3.3 Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.
Innkomnar nýjar teikningar 21. mars 2012.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Jaðarsíða 6-12 - umsókn um takmarkað byggingarleyfi

Málsnúmer 2012030065Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. mars 2012 þar sem Jón Páll Tryggvason f.h. Hagviðar ehf., kt. 450808-0750, óskar eftir takmörkuðu byggingarleyfi til að steypa undirstöður og leggja lagnir utan og innan sökkla.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Krossanes 4 - umsókn um vatnsmiðlunartank og dæluhús

Málsnúmer 2012020172Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. febrúar 2012 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Becromal Properties ehf., kt. 660707-0850, sækir um byggingarleyfi fyrir vatnsmiðlunartank og dæluhúsi við verksmiðju Becromal Properties, Krossanesi 4. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Hauk Haraldsson. Innkomnar nýjar teikningar 7. mars 2012. Innkomin umsögn Umhverfisstofnunar 23. mars 2012.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Krossanes 9 - asfaltbirgðastöð - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN070563Vakta málsnúmer

Erindi dags. 14.03.2008 þar sem Steinmar Rögnvaldsson f.h. Nesbiks ehf, kt. 681207-2520, sækir um heimild til að byggja dæluhús, tanka, stoðveggi og öryggisþró í kringum geyma við asfaltbirgðastöð í Krossanesi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar Rögnvaldsson. Innkomin umsögn frá Vinnueftirlitinu 28. mars 2008. Innkomnar nýjar teikningar 1. apríl 2008. Innkomið samþykki Umhverfisstofnunar 1. apríl 2008. Innkomin umsögn eldvarnareftirlits 19. september 2010.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Óðinsnes 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir sýningarhús

Málsnúmer 2012030197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. mars 2012 þar sem Stefán Erlingsson f.h. Smáragarðs ehf., kt. 600269-2599, sækir um byggingarleyfi til bráðabirgða fyrir sumarhús sem ætlað sem sýningarhús. Meðfylgjandi eru teikningar og afstöðumynd.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

7.Sómatún 37-45 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012030221Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. mars 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Trésmiðju Ásgríms Magnússonar, kt. 410604-3880, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 37-45 við Sómatún. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Tryggva Tryggvason, einnig er óskað eftir að byggja eftir ákvæðum eldri byggingarreglugerðar nr. 441/1998.
1. Gr. 6.1.3 Kröfur um algilda hönnun, lið h. varðandi hönnun umferðaleiða innan bygginga sjá kafla 6.4.
2. Gr. 6.7.2 Algild hönnun.
3. Gr. 6.7.8 Íbúðaherbergi varðandi kröfu um eitt 14 fermetra herbergi.
4. Gr. 6.12.6 Sorpgeymslur og sorpflokkun.
5. Gr. 9.5.5 Björgunarop varðandi kröfu um breidd og hæð.
6. Gr. 12.2.1 til 13.3.3 Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

8.Strandgata - Oddeyrarskáli - umsókn um leyfi fyrir endurbótum á þakklæðningu

Málsnúmer 2012030202Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. mars 2012 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Eimskipafélags Íslands ehf., kt. 421104-3520, sækir um leyfi fyrir endurbótum á þakklæðningu yfir lagerhluta hússins og lokun á ofanljósum að Strandgötu lnr. 149566. Meðfylgjandi eru sérteikningar frá VSÓ ráðgjöf.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.


9.Sunnuhlíð 12 - umsókn um leyfi fyrir líkamsræktarstöð í hluta 0003.

Málsnúmer 2012030025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. mars 2012 þar sem Haraldur Árnason f.h. Víking Gym c/o Sigfúsar Fossdal óskar eftir leyfi til að starfrækja líkamsræktarstöð í hluta 0003 í Sunnuhlíð 12. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason og skriflegt samþykki húsfélags Sunnuhlíðar 12. Innkomnar nýjar teikningar 14. mars 2012.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

10.Oddeyrartangi lnr. 149135 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012030182Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. mars 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Miðpunkts ehf., kt. 570293-2819, sækir um leyfi fyrir stækkun við norðurhlið Norðlenska fyrir bakkaþvottavél og móttöku. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomið 27. mars 2012 nýjar teikningar og umsókn um að um viðkomandi mannvirkjagerð gildi ákvæði eldri byggingareglugerðar nr. 441/1998.
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, lið c, byggingar þar sem atvinnustarfsemi fer fram, hönnun umferðaleiða innan bygginga sjá kafla 6.4.
2. Gr. 6.8.3 Algild hönnun snyrtingar og baðherbergi.
3. Gr. 6.8.4 Fjöldi og gerð snyrtinga.
4. Gr. 6.8.6 Algild hönnun, búningsherbergi og baðaðstaða á vinnustöðum.
5. Gr. 13.2.1 til 13.3.3 Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.
Einnig er umsókn frá Þresti Sigurðssyni um að vera hönnunarstjóri á verkinu.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

11.Brekkugata 43 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2011050137Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. maí 2011 þar sem Ingunn Helga Bjarnadóttir og Tomas Barry sækja um breytingar á húsi sínu að Brekkugötu 43, einnig er sótt um leyfi fyrir útigeymslu. Innkomnar nýjar teikningar, gátlisti og skriflegt samþykki nágranna 6. október 2011. Innkomnar nýjar teikningar 28. mars 2012.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

12.Jaðarsíða 11-15 - umsókn um takmarkað byggingarleyfi

Málsnúmer 2012030098Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. mars 2012 þar sem Hafsteinn Sigurðsson f.h Karólínu ehf., kt. 660795-2439, og Baldur Sigurðsson f.h. Árness ehf., kt. 680803-2770 óska eftir takmörkuðu byggingarleyfi til að hefja framkvæmdir að Jaðarsíðu 11-15.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Leyfið tekur til graftar, jarðvegsskipta, undirstaðna og lagna í jörð innan og utan við undirstöður.

13.Heiðartún 5 - umsókn um stöðuleyfi gáma

Málsnúmer 2012030219Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. mars 2012 þar sem Fríða Stefánsdóttir f.h. Reisum ehf., kt. 470809-0270, sækir um að fá stöðuleyfi fyrir 1x40 feta gám og 2x20 feta gámum ásamt byggingarefni sem sett yrði á milli gámanna og girt á milli á lóð nr. 5 við Heiðartún.

Skipulagsstjóri hafnar erindinu. Jafnframt er farið fram á að umsækjandi fjarlægi nú þegar af lóðinni gám, skúr og byggingarefni sem þar eru án leyfis. 

14.Jaðarsíða 6-12 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer 2012030065Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. mars þar sem Jón Páll Tryggvason sækir um að vera byggingarstjóri við nýbyggingu raðhúss að Jaðarsíðu 6-12.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

15.Duggufjara 12 - umsókn um breytingar bílgeymslu

Málsnúmer 2011090062Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. mars 2012 þar sem Gunnlaugur Kristinsson og Björk Þorsteinsdóttir sækja um leyfi til að breyta innra skipulagi í bílgeymslu á lóðinni Duggufjöru 12, sem samþykkt er á bráðabirgðaleyfi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 15:10.