Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

378. fundur 21. desember 2011 kl. 13:00 - 14:20 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Eyrarlandsvegur 30 - Lystigarður umsókn um byggingarleyfi fyrir veitingahús

Málsnúmer 2011090152Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2011 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af nýbyggingu kaffihúss í Lystigarðinum að Eyrarlandsvegi 30. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Eyrarlandsvegur 30 - Lystigarður umsókn um byggingarstjóra fyrir veitingahús

Málsnúmer 2011090152Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2011 þar sem Fasteignir Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækja um að vera byggingarstjóri við nýbyggingu kaffihúss í Lystigarðinum að Eyrarlandsvegi 30. Umboð hefur Guðríður Friðriksdóttir.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Frostagata 6c - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum og fyrirspurn um viðbyggingu

Málsnúmer 2011060026Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. desember 2011 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Rafmanna ehf., kt. 411297-2419, sækir um byggingarleyfi fyrir lítilli viðbyggingu til norðurs við Frostagötu 6c. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

4.Sunnuhlíð 12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum í hluta 0112

Málsnúmer 2011120083Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2011 þar sem Haraldur Árnason f.h. Ingþórs Arnar Valdimarssonar sækir um leyfi fyrir breytingum í hluta 0112 að Sunnuhlíð 12. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomin umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra 15. desember 2011 og Vinnueftirliti ríkisins 20.12.2011.

Skipulagsstjóri frestar erindinu þar sem samþykki húsfélagsins vantar.

5.Krossanes 4 - umsókn um byggingarstjóra fyrir vakthúsi

Málsnúmer 2011090036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. desember 2011 þar sem ÁK smíði ehf., kt. 450404-2840, sækir um að vera byggingarstjóri við nýbyggingu vakthúss við Becromal í Krossanesi 4. Umboð hefur Ármann Ketilsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

6.Norðurslóð 2 - byggingarleyfi - 5. áfangi

Málsnúmer BN090062Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. desember 2011 þar sem Ólafur Búi Gunnlaugsson f.h. Háskólans á Akureyri, kt. 520687-1229, óskar eftir endurnýjun á samþykkt teikninga fyrir 5. áfanga Háskólans við Norðurslóð 2. Meðfylgjandi er afrit af áður samþykktum byggingaráformum.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Eikarlundur 22 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN100150Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. desember 2011 þar sem Bjarni Reykjalín leggur fram reyndarteikningar af Eikarlundi 22.

Skipulagsstjóri samþykkir teikningarnar.

8.Hvannavellir 14 - umsókn um breytingar innanhúss - Laser tag

Málsnúmer 2011120015Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. desember 2011 þar sem Svanur Eiríksson f.h. Sunnu Svansdóttur sækir um byggingarleyfi til að innrétta Laser-tag leiksvæði í suðurhluta 1. hæðar að Hvannavöllum 14. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svan Eiríksson. Innkomnar nýjar teikningar og umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra 15. desember 2011 og samþykki eiganda hússins 20. desember 2011. Innkomin umsögn Vinnueftirlits ríkisins 20. desember 2011.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:20.