Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

337. fundur 23. febrúar 2011 kl. 13:00 - 15:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Kristján Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Árstígur 6 - umsókn um byggingarstjóra.

Málsnúmer BN110034Vakta málsnúmer

Erindi dags. 9. febrúar 2011 þar sem Ármann Ketilsson sækir um að vera byggingarstjóri við rif og uppbyggingu skúrs á lóð nr. 6 við Árstíg. Innkomið starfsleyfi frá Mannvirkjastofnun.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Skólastígur 4, íþróttahöll - umsókn um breytingar í kjallara.

Málsnúmer BN110005Vakta málsnúmer

Erindi dags. 4. janúar 2011 þar sem Halla Sif Svavarsdóttir f.h. Golfklúbbs Akureyrar, kt. 580169-7169, með samþykki Valþórs Brynjarssonar f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 580169-7169, sækir um heimild til að taka til og hreinsa út úr fyrirhugaðri aðstöðu Golfklúbbsins í kjallara íþróttahallarinnar að Skólastíg 4. Innkomin ný teikning 16. febrúar 2011 og 22. febrúar 2011.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Goðabyggð 5 - bílskýli og geymsla.

Málsnúmer BN100253Vakta málsnúmer

Erindi dags. 7. október 2010 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Davíðs Hafsteinssonar sækir um leyfi til að byggja bílskýli með áfastri geymslu við húsið nr. 5 við Goðabyggð. Einnig er sótt um leyfi til að byggja yfir svalir á vesturhlið.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Langahlíð 9a - umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer BN100299Vakta málsnúmer

Erindi dags. 20. desember 2010 þar sem Haukur Haraldsson f.h. Sverris Thorstensen sækir um byggingarleyfi fyrir sólskála við íbúð sína að Lönguhlíð 9a. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson. Innkomnar nýjar teikningar og bréf 17. febrúar 2011.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

 

5.Hafnarstræti 82 - umsókn um að innrétta gistiheimili.

Málsnúmer BN110029Vakta málsnúmer

Erindi dags. 3. febrúar 2011 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Gunnars Magnússonar sækir um byggingarleyfi til að innrétta gistiheimili á 2. hæð að Hafnarstræti 82. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Þröst Sigurðsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

6.Vestursíða 9 - umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer BN100301Vakta málsnúmer

Erindi dags. 23. desember 2010 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu hjúkrunarheimilis að Vestursíðu 9. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomin umsögn frá Vinnueftirlitinu 11. janúar 2011. Innkomnar nýjar teikningar 11. febrúar 2011.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Vestursíða 9 - umsókn um graftrarleyfi 2011.

Málsnúmer 2011020123Vakta málsnúmer

Erindi dags. 22. febrúar 2011 þar sem Guðríður Friðriksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um graftrarleyfi fyrir hjúkrunaheimili á lóð nr 9 við Vestursíðu.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Girða skal svæðið af áður en uppgröftur hefst og raskað svæði utan lóðar skal grætt upp. Bent skal á að sækja þarf um afsetningu efnis sem ekki verður nýtt innan svæðis.

Fundi slitið - kl. 15:00.