Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

345. fundur 20. apríl 2011 kl. 13:00 - 13:52 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Glerárgata 3b og Strandgata 11b - umsókn um breytingu á notkun

Málsnúmer 2010100156Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. október 2010 frá Ágústi Hafsteinssyni f.h. Sigurjóns H. Jónssonar sækir um leyfi fyrir breyttri notkun á húsnæðinu við Glerárgötu 3b og Strandgötu 11 úr athafnastarfsemi í íbúðir.
Innkomnar nýjar teikningar 4. apríl 2011. Innkomin ný teikning og gátlisti 12. apríl 2011. Innkomnar nýjar teikningar 15. apríl 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir umsókn um bráðabirgðaleyfi á sömu forsendum og önnur leyfi sem hafa verið veitt fyrir húsið.

2.Grímseyjargata 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu

Málsnúmer 2011030026Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. mars 2011 þar sem Harladur Árnason f.h. Búvíss ehf., kt. 590106-1270, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 1 við Grímseyjargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 7. og 11. apríl 2011. Innkomnar nýjar teikningar 15. og 20. apríl 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið. Vatnsþörf hússins vegna slökkviliðsstarfa skal leyst áður en húsið verður tekið í notkun.

3.Hafnarstræti 22 - umsókn um byggingarleyfi fyrir kaffihús

Málsnúmer 2011020161Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. apríl 2011 þar sem Haraldur Árnason f.h. Eldbjargar ehf., kt. 520293-2139, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af breytingum að Hafnarstræti 22. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

4.Þórsstígur 4 - umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer BN100184Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. apríl 2011 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Hölds ehf., kt. 651174-0239 sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Þórstíg 4. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

5.Eyrarlandsvegur 30 - Lystigarður breyting á notkun

Málsnúmer 2011040084Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. apríl 2011 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi til að rífa gamalt geymsluhúsnæði, matshluta 01. aðalgeymsluhús byggt 1954.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið þar sem það er í samræmi við núgildandi deiliskipulag.

Fundi slitið - kl. 13:52.