Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

356. fundur 19. júlí 2011 kl. 13:00 - 13:20 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Kristján Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Goðabyggð 4 - umsókn um stækkun á bílastæði

Málsnúmer 2011070043Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júlí 2011 þar sem Magnús Garðarsson sækir um leyfi til að stækka bílastæðið við hús sitt að Goðabyggð 4 upp í 6 metra að breidd. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsstjóri samþykkir umbeðna stækkun á bílastæði. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Jafnframt greiði umsækjandi kostnað við úrtak úr kantsteinum/gangstétt. 

2.Kaupangur v/Mýrarveg - umsókn um leyfi til breytinga í rými 0106

Málsnúmer 2011060083Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júní 2011 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Sigurpáls Árna Aðalsteinssonar sækir um að breyta rými 0106 í Kaupangi v/ Mýrarveg í ísbúð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 5. júlí 2011. Innkomnar nýjar teikningar og gátlisti 8. júlí 2011. Innkomið skriflegt samþykki eiganda 13. júlí 2011. Innkomin ný teikning og umsögn heilbrigðiseftirlits 14. júlí 2011.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Krossanes 4 - aflþynnuverksmiðja - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN080138Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júní 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Becromal Properties, kt. 660707-0850, sækir um leyfi fyrir breytingum á skrifstofuhluta verksmiðjunnar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson. Innkomnar nýjar teikningar 6. júlí 2011.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Krossanes 4 - umsókn um stækkun verksmiðju

Málsnúmer 2011060069Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. júní 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Becromal Properties, kt. 660707-0850, sækir um að stækka núverandi verksmiðjubyggingu um 352,4 fermetra í N-A átt. Innkomnar nýjar teikningar 6. júlí 2011.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Sjávargata Hrísey - Sandhorn 152132 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2011070006Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júlí 2011 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Byggðastofnunar, kt. 450679-0389, sækir um að setja nýjar dyr á suðvesturhlið Sandhorns við Sjávargötu í Hrísey. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson dagsettar 30. júní 2011.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

6.Þingvallastræti 23 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN100241Vakta málsnúmer

Fanney Hauksdóttir f.h. Þingvangs ehf., kt. 671106-0750, leggur inn reyndarteikningar fyrir Þingvallastræti 23, mótteknar 1. júlí 2011.

Skipulagsstjóri samþykkir teikningarnar.

7.Krossanes 4 - byggingarstjóri

Málsnúmer 2011060069Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. júlí 2011 þar sem Ármann Ketilsson sækir um að vera byggingarstjóri við viðbyggingu við verksmiðju Becromal að Krossanesi 4.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:20.