Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

351. fundur 08. júní 2011 kl. 13:00 - 14:15 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Kristján Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Hafnarstræti 77 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á 1. hæð

Málsnúmer 2011050163Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. maí 2011 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Bíla og fólks, kt. 520202-2180, sækir um byggingarleyfi til að breyta neðstu hæð Hafnarstrætis 77 í aðstöðu fyrir rútufarþega. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

2.Hlíðarfjallsvegur 215098 - flokkunarstöð gámaþjónustu

Málsnúmer BN100254Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2011 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Gámaþjónustu Norðurlands ehf., kt. 481287-1039, sækir um byggingarleyfi til að byggja áfanga 2 við Hlíðarfjallsveg 215098 (stoðveggi og gólfplötu). Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Bjarna Reykjalín. Innkomnar nýjar teikningar 20. maí 2011. Innkomnar nýjar teikningar 6. júní 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

3.Hlíðarfjallsvegur 7-13 - umsókn um leyfi fyrir tjaldsvæði á bíladögum 2011

Málsnúmer 2011060028Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júní 2011 þar sem Björgvin Ólafsson f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um leyfi til reksturs tjaldsvæðis á landsvæði Bílaklúbbsins við Hlíðarfjallsveg 7-13 dagana 16.-19. júní 2011 vegna bíladaga. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

4.Hvannavellir 14 - umsókn um byggingarleyfi fyrir veitingastað

Málsnúmer 2011050120Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. maí 2011 þar sem Haraldur Árnason f.h. Veisluþjónustunnar ehf., kt. 680502-2850, sækir um leyfi til að innrétta veitingastað að Hvannavöllum 14. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 7. júní 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

5.Kambsmýri 12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi

Málsnúmer 2011060029Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júní 2011 þar sem Jóhann Thorarensen sækir um að reisa lítið gróðurhús, 3x7m að flatarmáli, á lóð sinni að Kambsmýri 12. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar erindinu. Óskað er eftir tillöguteikningum sem sýna grunnmynd húss, útlit og staðsetningu þess á lóð til að leggja fyrir skipulagsnefnd.

6.Keilusíða 5a - umsókn um leyfi fyrir gervihnattadiski

Málsnúmer 2011060004Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júní 2011 þar sem Jón Hermannsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um að setja upp gervihnattadisk á bakhlið 1. hæðar hússins að Keilusíðu 5. Meðfylgjandi eru ljósmynd og útlitsteikning.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

7.Ósvör 6 - umsókn um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu

Málsnúmer 2011060009Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júní 2011 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Trésmiðjunnar Aspar, kt. 590279-0219, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu að Ósvör 6. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Gísla Kristinsson.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

 

8.Ásatún 38 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer 2011060021Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júní 2011 þar sem Sigurður Gestsson sækir um að vera byggingarstjóri við Ásatún 38. Meðfylgjandi er staðfesting frá VÍS.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

9.Gránufélagsgata 4 - 0104 - byggingarstjóri

Málsnúmer BN110006Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. apríl 2011 þar sem B. Hreiðarsson ehf., kt. 700605-1080, óskar eftir að vera byggingarstjóri yfir breytingum á núsinu nr. 4 við Gránufélagsgötu. Umboð hefur Hreiðar B. Hreiðarsson.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:15.