Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

347. fundur 11. maí 2011 kl. 08:00 - 09:25 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Kristján Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Hafnarstræti - stöðuleyfi pylsuvagna

Málsnúmer BN110024Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27.01.2011 þar sem Arnar Þorsteinsson f.h. GA Samvirkni ehf., kt. 630608-0740, sækir um endurnýjun á stöðuleyfum fyrir pylsuvagna við Sundlaug Akureyrar og í Hafnarstræti fyrir árið 2011. Einnig er óskað eftir leyfi fyrir pylsuvagn á Ráðhústorgi innan reits 2.4 fyrir árið 2011. Meðfylgjandi eru afrit af starfsleyfum frá Heilbrigðiseftirlitinu og staðfesting á leyfi frá Fasteignum Akureyrar fyrir pylsuvagn á lóð sundlaugarinnar.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir stöðuleyfi fyrir vagnana.  

2.Hafnarstræti - stöðuleyfi pylsuvagna

Málsnúmer BN110024Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27.01.2011 þar sem Arnar Þorsteinsson f.h. GA Samvirkni ehf., kt. 630608-0740, sækir um leyfi til að setja upp útiskýli aftan við pylsuvagninn í Hafnarstræti til að geyma almennt sorp, stóla, borð og þann utanhússbúnað sem tilheyrir starfseminni. Meðfylgjandi er lausleg teikning.
Staðgengill skipulagsstjóri hafnar erindinu.

3.Sörlaskjól 9 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hesthús

Málsnúmer 2011040070Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. apríl 2011 þar sem Pétur Vopni Sigurðsson sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu hesthúss við Sörlaskjól 9. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Braga Þór Haraldsson. Innkomnar nýjar teikningar og gátlisti 10. maí 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

4.Skipagata 14 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á 3. hæð suðurhluta

Málsnúmer 2011020103Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. febrúar 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Félags verslunar og skrifstofufólks, kt. 540169-1609, Sjómannafélags Eyjafjarðar, kt. 57026-90899, Félags málmiðnaðarmanna, kt. 541080-0669 og Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna, kt. 530169-5299, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 3. hæð suðurhluta að Skipagötu 14. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomin umsögn frá Vinnueftirlitinu 22. febrúar 2011. Innkomnar nýjar teikningar 9. og 10. mars 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

5.Hlíðarfjallsvegur 215098 - flokkunarstöð gámaþjónustu

Málsnúmer BN100254Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. maí 2011 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Gámaþjónustu Norðurlands ehf., kt. 481287-1039, sækir um byggingarleyfi til að byggja stoðveggi og gólfplötu í áfanga 2 við Hlíðarfjallsveg 215098. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Bjarna Reykjalín.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

6.Hafnarstræti 22 - umsókn um byggingarleyfi fyrir kaffihús

Málsnúmer 2011020161Vakta málsnúmer

Lagðar inn teikningar 6. maí 2011 þar sem Haraldur Árnason f.h. Eldbjargar ehf., kt. 520293-2139, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af breytingum að Hafnarstræti 22. Um er að ræða veitingastað í flokki II fyrir allt að 50 manns.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

7.Brekkusíða 14 - umsókn um leyfi fyrir útihurð að vestanverðu

Málsnúmer 2011050031Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2011 þar sem Haraldur Árnason f.h. Sigríðar Friðriksdóttur sækir um að leyfi fyrir hurðarlokun að vestanverðu á yfirbyggðan gang milli bílgeymslu og íbúðarhúss. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 09:25.