Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

352. fundur 15. júní 2011 kl. 13:00 - 14:10 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
  • Ólafur Jakobsson
Fundargerð ritaði: Leifur Kristján Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Bjarmastígur 6 - umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun svala

Málsnúmer 2011050141Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. maí 2011 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Arnar Þórðarsonar og Ingibjargar Eyjólfsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á svölum og leggur einnig inn nýjar raunteikningar af Bjarmastíg 6. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Berg Steingrímsson. Innkomnar nýjar teiningar 14. júní 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

2.Brekkusíða 14 - umsókn um leyfi fyrir útihurð að vestanverðu

Málsnúmer 2011050031Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2011 þar sem Haraldur Árnason f.h. Sigríðar Friðriksdóttur sækir um að leyfi fyrir lokun á yfirbyggðum gangi milli bílgeymslu og íbúðarhúss. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 14. júní 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

3.Hvannavellir 14 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer 2011050120Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júní 2011 þar sem Páll Alfreðsson sækir um að vera byggingarstjóri við breytingar vegna veitingastaðar á 1. hæð Hvannavalla 14.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

4.Múli - Grímsey. - Reyndarteikningar.

Málsnúmer BN100297Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17.desember 2010 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sendir inn reyndarteikningar af Múla í Grímsey með viðbótum vegna brunavarna í samræmi við athugasemdir eldvarnaeftirlits. Innkomnar nýjar teikningar 8. júní 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

5.Skarðshlíð/Þórssvæði - Boginn - umsókn um breytingar og breytta brunahönnun

Málsnúmer 2011060048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. janúar 2011 þar sem Fasteignir Akureyrar, kt.710501-2380, sækja um leyfi fyrir breytingu á Boganum við Skarðshlíð/Þórssvæði,og leggja fram nýja brunahönnun vegna breytinga og bílasýninga. Innkomin breytt brunahönnun eftir Böðvar Tómasson, 25.1.2011 og teikning 2. febrúar 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

6.Sporatún 10-12 - breytingar

Málsnúmer BN060271Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júní þar sem Steinmar Rögnvaldsson f.h. Trésmiðju Ásgríms Magnússonar, kt. 410604-3880 leggur fram til samþykktar raunteikningar af Sporatúni 10-12.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

7.Borgarsíða 11 - umsókn um byggingarleyfi fyrir garðhús

Málsnúmer 2011060036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júní 2011 þar sem Guðmundur K. Sigmundsson sækir um byggingarleyfi fyrir garðhúsi við hús sitt að Borgarsíðu 11. Meðfylgjandi er afstöðumynd, teikning og lýsing á húsinu.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:10.