Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

614. fundur 22. desember 2016 kl. 13:00 - 14:15 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Hrísalundur 1a - fyrirspurn

Málsnúmer 2016020220Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. desember 2016 þar sem Kristín Hildur Ólafsdóttir fyrir hönd Abaco, kt. 700603-5710, leggur inn fyrirspurn um að breyta hluta fyrstu hæðar að Hrísalundi 1a í íbúð. Meðfylgjandi er teikning.
Byggingin er á athafnasvæði samkvæmt Aðalskipulagi Akureyrar. Á athafnasvæðum er ekki leyfilegt að gera íbúðir. Staðgengill skipulagsstjóra getur því ekki tekið jákvætt í fyrirspurnina.

2.Goðanes 16 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2015080060Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 5. desember 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Goðaness ehf., kt. 411206-1140, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Goðanesi 16. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 14. og 21. desember 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Hringteigur 2 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2016090043Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. spetember 2016 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Ríkiseigna, kt. 690981-0259, sækir um breytingar frá áður samþykktum teikningum af 8. áfanga VMA við Hringteig. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 15. desember 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Stóragerði 12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016120114Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. desember 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Sólveigar Þóru Jónsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir Stóragerði 12. Sótt er um breytingu á gluggum, hækkun á gólfi í suðurhluta stofu og sólskála, fjarlægður veggur milli eldhúss og stofu og setja rennihurð milli stofu og sólskála. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Eyrarvegur 27a - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016010100Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. desember 2016 þar sem Birgitta Elín Halldórsdóttir sækir um byggingarleyfi vegna stækkunar hússins nr. 27a við Eyrarveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:15.