Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

606. fundur 27. október 2016 kl. 13:00 - 13:45 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Urðargil 7 og 9 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2016060137Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Dagný Björg Gunnarsdóttir, Urðargili 7 og Stefán Jónsson, Urðargili 9 sækja um úrtöku úr kantsteini fyrir bílastæði á lóðum við íbúðir nr. 7 og 9 við Urðargil 5-7 og 9-11. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsstjóri frestar erindinu þar sem vinnureglur um bílastæði og úrtök á kantsteini eru í vinnslu.

2.Krókeyrarnöf 14 - umsókn um breytingar

Málsnúmer BN070286Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. október 2016 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd HSH verktaka ehf, kt. 500910-0460, sækir um breytingar á gerð útveggja á Krókeyrarnöf 14. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

3.Þórunnarstræti 126 - umsókn um byggingarkrana utan lóðar

Málsnúmer 2016080016Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. október 2016 þar sem Björn Þór Guðmundsson fyrir hönd GB bygg ehf., kt. 491208-0900, sækir um leyfi til að staðsetja byggingarkrana 1,8 metrum út fyrir lóðarmörk vegna þrengsla og hárra trjáa við lóðina nr. 126 við Þórunnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið með fyrirvara um að girðing umhverfis kranann verði uppi á gangstétt.

4.Jaðarstún 9-11 - umsókn um kerrustæði

Málsnúmer 2014080132Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. október 2016 þar sem Sigurður Björgvin Björnsson fyrir hönd BB bygginga ehf, kt. 550501-2280, sækir um leyfi fyrir kerrustæðum fyrir hvora íbúð á lóðinni nr. 9-11 við Jaðarstún samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd.
Skipulagsstjóri frestar erindinu þar sem vinnureglur um bílastæði og úrtök á kantsteini eru í vinnslu.

5.Jaðarstún 13-15 - umsókn um kerrustæði

Málsnúmer 2014070119Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. október 2016 þar sem Sigurður Björgvin Björnsson fyrir hönd BB bygginga ehf, kt. 550501-2280, sækir um leyfi fyrir kerrustæðum fyrir hvora íbúð á lóðinni nr. 13-15 við Jaðarstún samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd.
Skipulagsstjóri frestar erindinu þar sem vinnureglur um bílastæði og úrtök á kantsteini eru í vinnslu.

6.Hafnarstræti 39 - umsókn um endurbætur

Málsnúmer 2016100171Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. október 2016 þar sem Haddur Júlíus Stefánsson fyrir hönd Verkvits húsasmiða ehf., kt. 660314-1640, sækir um að gera endurbætur í kjallara Hafnarstrætis 39 og gera þar íbúð.
Skipulagsstjóri tekur neikvætt í erindið þar sem ekki er heimilt að gera nýja íbúð í kjallara húss sbr. byggingarreglugerð nr. 112/2012, gr. 6.7.4.

7.Viðburðir - götu- og torgsala 2016

Málsnúmer 2015120155Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2016 þar sem Tomasz Piotr Kujawski sækir um að hafa söluvagn í Hafnarstræti til að selja kebab og franskar.
Skipulagsstjóri frestar erindinu og óskar eftir nánari gögnum í samræmi við samþykkt Akureyrarkaupstaðar um götu- og torgsölu.

8.Viðburðir - götu- og torgsala 2016

Málsnúmer 2015120155Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. október 2016 þar sem Helgi Þórsson sækir um leyfi til að hafa jólamarkað í söluskúr/hjólhýsi við Hafnarstræti norðan við Hafnarstræti 99-101. Sölutími yrði milli kl. 13:00 og 18:00 helgina 10.- 11. desember og dagana 16.- 24. desember 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið og að staðsetning verði gerð í samráði við skipulagsdeild.

9.Hvannavellir 4 - umsókn um sérmerkt stæði fyrir fatlaða

Málsnúmer 2016100137Vakta málsnúmer

Erindi frá Zakir Jóni Gazanov þar sem óskað er eftir að fá sérmerkt stæði fyrir fatlaða fyrir framan Hvannavelli 4.

Innkomin staðfesting á örorku.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið og felur framkvæmdadeild að setja upp sérmerkingu á bílastæði fyrir fatlaða sem næst inngangi að húsinu.

10.Strandgata-149566/Oddeyrarskáli - umsókn breytingar innanhúss

Málsnúmer 2016100162Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. október 2016 þar sem Garðar Halldórsson fyrir hönd Eimskips Ísland ehf., kt. 421104-3520, sækir um leyfi til að breyta skipulagi starfsmannaaðstöðu í Strandgötu lnr. 149566/ Oddeyrarskáli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Garðar Halldórsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

11.Beykilundur 13 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2016100177Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. október 2016 þar sem Bjarni Kristjánsson og Elísabet Guðmundsdóttir sækja um leyfi til að loka yfirbyggðum gangi milli bílskúrs og húss á lóðinni nr. 13 við Beykilund með tveimur hurðum samkvæmt meðfylgjandi teikningu eftir Birgi Ágústsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 13:45.