Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

560. fundur 23. október 2015 kl. 13:00 - 13:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Ásatún 44 - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi

Málsnúmer 2015100085Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. október 2015 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Ásatúns 44-46 ehf., kt. 610515-0450, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýishúsi nr. 44 við Ásatún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

2.Ásatún 46 - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi

Málsnúmer 2015100106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. október 2015 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Ásatúns 44-46 ehf., kt. 610515-0450, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi nr. 46 við Ásatún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

3.Skilti - leyfisveitingar 2015

Málsnúmer 2015100104Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. október 2015 þar sem Steingrímur Hannesson f.h. Súlna björgunarsveitar á Akureyri, kt. 640999-2689, óskar eftir leyfi til 3ja ára, 2015-2017, fyrir viðburðaskiltum skv. meðfylgjandi lista til að auglýsa flugeldasölu Súlna. Skiltin verða sett upp 27. desember og eru uppi þar til eftir hádegi 31. desember. Einnig er sótt um uppsetningu á skiltunum 4. janúar til 6. janúar árin 2016 - 2018.
Staðgengill skipulagsstjóri samþykkir erindið og vísar í meðfylgjandi bréf um leyfða staðsetningu skiltanna.

4.Óseyri 1a - breytingar á bílastæði

Málsnúmer 2015010022Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. október 2015 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Laxagötu ehf., kt. 481214-0680, sækir um breytt fyrirkomulag bílastæða við Óseyri 1a. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:30.