Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

1008. fundur 14. mars 2025 kl. 09:00 - 09:30 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Rebekka Rut Þórhallsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála ritaði fundargerð
  • Ólafur Elvar Júlíusson verkefnastjóri byggingarmála
  • Katrín Rós Ívarsdóttir verkefnastjóri fasteignaskráningar
Fundargerð ritaði: Rebekka Rut Þórhallsdóttir fulltrúi skipulags- og byggingarmála
Dagskrá

1.Þórssvæði - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild - umfangsflokkur 1

Málsnúmer 2025030241Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. mars 2025 þar sem Kári Magnússon f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir tæknirými og snyrtiaðstöðu við nýjan gervigrasvöll á Þórsvelli. Innkomin uppfærð gögn eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Háimói 12 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 2

Málsnúmer 2025030127Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. mars 2025 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson f.h. Hrafnkels Fannars Magnússonar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 12 við Háamóa. Innkomin uppfærð gögn 13. mars 2025 eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 09:30.