Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

894. fundur 15. desember 2022 kl. 13:00 - 14:15 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Þórunn Vilmarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Þórunn Vilmarsdóttir
Dagskrá

1.Hofsbót 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022042331Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. október 2022 þar sem Ásgeir Ásgeirsson fyrir hönd Boxhus ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Hofsbót. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ásgeir Ásgeirsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Skólastígur - umsókn um langtímaleyfi fyrir pylsuvagn

Málsnúmer 2022110057Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. nóvember 2022 þar sem Ingólfur Albert Þorsteinsson fyrir hönd Víkinga pylsa ehf. sækir um langtímaleyfi fyrir pylsuvagn við Sundlaug Akureyrar.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til 31. desember 2023.

Umsækjandi skal hafa samband við umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar vegna tenginga og kostnaðar við frárennsli, vatn og rafmagn fyrir söluvagninn.

Minnt er á ákvæði í 6. grein samþykktar Akureyrarbæjar um götu- og torgsölu um afturköllun stöðuleyfis ef samfellt rof myndast á sölustarfsemi í meira en 90 daga.

3.Frostagata 6C - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022111329Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. nóvember 2022 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Rafmanna ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 6C við Frostagötu. Innkomnar nýjar teikningar 7. desember 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Baldursnes 3 - umsókn um skilti

Málsnúmer 2022110841Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. nóvember 2022 þar sem Sigríður Magnúsdóttir fyrir hönd Atlantsolíu ehf. sækir um leyfi fyrir skilti við Baldursnes 3. Skipta á út eldra skilti fyrir nýtt.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:15.