Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

872. fundur 14. júlí 2022 kl. 13:00 - 13:35 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Steinmar H. Rögnvaldsson
Dagskrá

1.Grænamýri 19 - umsókn um bílastæði og/eða úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2022042628Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. apríl 2022 þar sem Erlendur H. Haraldsson og Hrafnhildur Ósk Jóhannsdóttir sækja um að gera bílastæði við hús sitt nr. 19 við Grænumýri og að úrtak verði gert í kantstein.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði með 4 metra úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.

2.Hafnarstræti 102 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022061239Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júní 2022 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson f.h. LF1 ehf., sækir um leyfi fyrir breytingu á innra skipulagi í miðhluta 1. hæðar á húsi nr. 102 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ragnar Frey Guðmundsson. Innkomnar nýjar teikningar 11. júlí 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Baldursnes 5 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022050708Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. maí 2022 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Kjarnagötu 53 ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 5 við Baldursnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 14. júlí 2022
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Matthíasarhagi 12 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022070035Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júlí 2022 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Bjarna Haukssonar, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 12 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi eru uppdrættir eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

5.Matthíasarhagi 10 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022070036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júlí 2022 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. T21 ehf., sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 10 við Matthíasarhaga. Meðfylgjandi eru uppdrættir eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

6.Austursíða 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020070505Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. júní 2020 þar sem Baldur Ó. Svavarsson fyrir hönd Norðurtorgs ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Austursíðu 2. Um er að ræða nýja verslun og lagerrými fyrir Sport Direct. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Baldur Ó. Svavarsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Glerárgata 38 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2020010631Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. júlí 2022 þar sem Guðmundur Oddur Víðisson fyrir hönd Festi fasteigna ehf., sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum á húsi nr. 38 við Glerárgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Guðmund Odd Víðisson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

8.Oddeyrargata 3 - umsókn um niðurrif og endurbyggingu á geymsluskúr

Málsnúmer 2022070261Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júlí 2022 þar sem Jón Þór Sigurðsson sækir um niðurrif á geymsluskúr á lóð nr. 3 við Oddeyrargötu þar sem áætlað er að endurbyggja hann.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. mannvirkjalaga.

Fundi slitið - kl. 13:35.