Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

870. fundur 30. júní 2022 kl. 13:00 - 13:30 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórunn Vilmarsdóttir verkefnastjóri
  • Katrín Rós Ívarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Steinmar H. Rögnvaldsson
Dagskrá

1.Hafnarstræti 102 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022061239Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júní 2022 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson f.h. LF1 ehf., sækir um leyfi fyrir breytingu á innra skipulagi í miðhluta 1. hæðar á húsi nr. 102 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi er greinargerð og uppdráttur eftir Ragnar Frey Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

2.Barrlundur 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022061326Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. júní 2022 þar sem Kári Magnússon f.h. Jóhannesar Jónssonar, sækir um byggingarleyfi fyrir garðskála á lóð nr. 2 við Barrlund. Meðfylgjandi er samþykki nágranna Barrlundar 4 og UMSA ásamt uppdráttum eftir Kára Magnússon.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Þursaholt 5-9 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022060362Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júní 2022 þar sem SS Byggir ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 5 við Þursaholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ásdísi Helgu Ágústsdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 28. júní 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Engimýri 10 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2022060307Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júní 2022 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Karls Vinther sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í kjallara í húsi nr. 10 við Engimýri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þóri Guðmundsson. Innkomnar nýjar teikningar 16. júní 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Skógargata 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022060148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júní 2022 þar sem Kári Magnússon fyrir hönd Sólskóga ehf., sækir um byggingarleyfi fyrir iðnaðarhúsnæði að Skógargötu 2 í Kjarnaskógi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Kára Magnússon. Innkomnar nýjar teikningar 23. júní 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Goðanes 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022051620Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. maí 2022 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd p3 fasteignir sækir um byggingarleyfi fyrir vörugeymslu á lóð nr. 1 við Goðanes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar nýjar teikningar 26. júní 2022.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

7.Nonnahagi 5 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022042390Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. apríl 2022 þar sem Yngvi Ragnar Kristjánsson fyrir hönd Bjarkar Traustadóttur sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 5 við Nonnahaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Yngva Ragnar Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 29. júní 2022.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

8.Beykilundur 11 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022060569Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júní 2022 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson f.h. Hildigunnar Rutar Jónsdóttur, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við suðurenda íbúðarhúss ásamt smávægilegum breytingum á innra skipulagi á húsi nr. 11 við Beykilund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ragnar Frey Guðmundsson. Innkomnar nýjar teikningar 30. júní 2022.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Fundi slitið - kl. 13:30.