Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

802. fundur 18. febrúar 2021 kl. 13:00 - 14:00 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Baldursnes 6A - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2021010037Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. desember 2020 þar sem Baldur Ólafur Svavarsson fyrir hönd Svefns og heilsu ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 6A við Baldursnes. Fyrirhugað er að stækka verslunarrými 0102 á kostnað lagerrrýmis og stækka milliloft. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Baldur Ólaf Svavarsson. Innkomnar nýjar teikningar 10. febrúar 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Sólvallagata 7 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021011422Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. janúar 2021 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Guðmundar Stefánssonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 7 við Sólvallagötu í Hrísey. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þóri Guðmundsson. Innkomnar nýjar teikningar 10. febrúar 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Kjarnagata 57 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021011896Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. janúar 2021 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 57 við Kjarnagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar nýjar teikningar 17. febrúar 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Skipagata 4 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi

Málsnúmer 2021011959Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. janúar 2021 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd Förla ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 4 við Skipagötu. Fyrirhugað er að breyta innra skipulagi á 2.- 4. hæð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar Heiðar Rögnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 17. febrúar 2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Furuvellir 5 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021020315Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. febrúar 2021 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd Ormsson ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á eignarmörkum og veggjum sem því fylgir í húsi nr. 5 við Furuvelli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar Heiðar Rögnvaldsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Árstígur 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021020605Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. febrúar 2021 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Akureyrarbæjar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 2 við Árstíg.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Fundi slitið - kl. 14:00.