Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

786. fundur 15. október 2020 kl. 13:00 - 14:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Njarðarnes 12 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018030307Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. október 2020 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 12 við Njarðarnes. Fyrirhugað er að fjölga eignum á 2. hæð. Innkomnar nýjar teikningar 15. október 2020 eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Tónatröð 6 (áður Spítalavegur 11) - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020010266Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. janúar 2020 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 6 við Tónatröð. Fyrirhugað er að breyta húsinu í einbýlishús með auka íbúðareiningu. Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs. Innkomnar nýjar teikningar 25. júní 2020.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

3.Norðurgata 54 - umsókn um bílastæði og úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2020050616Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 26. maí 2020 þar sem Freyja Hólm Ármannsdóttir sækir um bílastæði og úrtak úr kantsteini við hús nr. 54 við Norðurgötu.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslunni þar sem samþykki meðeigenda vantar.

4.Eyjafjarðarbraut - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020080831Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. október 2020 frá Bergi Steingrímssyni fyrir hönd Isavia Innanlandsflugvellir ehf. þar sem sótt er um breytingar frá áður samþykktum teikningum af dæluskýli við eldsneytistanka. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Berg Steingrímsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Freyjunes 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020090573Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. september 2020 þar sem Ragnar Auðunn Birgisson fyrir hönd Bygma Ísland sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 1 við Freyjunes. Fyrirhugað er að byggja blóma- og byggingarvöruverslun ásamt timbursölu fyrir Blómaval - Húsasmiðjuna. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ragnar Auðunn Birgisson.

Jafnframt er óskað eftir leyfi til að hefja jarðvinnu á svæðinu.
Byggingarfulltrúi samþykkir heimild fyrir jarðvinnu á grundvelli innlagðra teikninga en frestar erindinu að öðru leyti.

6.Hafnarstræti 91, Kaupvangsstræti 6 - endurnýjun á útistiga

Málsnúmer 2020100350Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. október 2020 þar sem umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar sækir um leyfi til að endurnýja útistiga sem liggur á lóðum nr. 91 við Hafnarstræti og nr. 6 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa Kaupvangsstrætis 6 og Hafnarstrætis 91.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Kringlumýri 33 - umsókn um bílastæði og úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2020100378Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. október 2020 þar sem Andri Lárusson sækir um að útbúa bílastæði fyrir þrjá bíla á austurhluta lóðar sinnar og úrtak úr kantsteini við hús nr. 33 við Kringlumýri. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði með 9 metra úrtaki með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.

Jafnframt skal afleggja úrtak nyrst á austurhluta lóðarinnar.

Fundi slitið - kl. 14:00.