Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

718. fundur 11. apríl 2019 kl. 14:00 - 15:30 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Rangárvellir 2 , hús nr. 7 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018040125Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. apríl 2019 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun húss nr. 7 við Rangárvelli 2, um þrjú bil til suðurs. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.KA hús Dalsbraut - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum í búningsklefum og snyrtingum

Málsnúmer 2019040021Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. mars 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á KA húsi við Dalsbraut. Breytingarnar snúa að búningsklefum, sturtum og snyrtingum. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Geirþrúðarhagi 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019040186Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. apríl 2019 þar sem Tryggvi Tryggvason hjá Opus fyrir hönd HeiðGuðByggis ehf., kt. 610711-0570, sækir um leyfi til að hafa jarðvegsskipti á lóð nr. 2 við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir jarðvegsskipti fyrir húsi í samræmi við fyrirliggjandi afstöðumynd, sem er í samræmi við samþykkt deiliskipulag.

4.Glerárskóli við Höfðahlíð - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2019040051Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. mars 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi Glerárskóla við Höfðahlíð. Fyrirhugaðar breytingar eru innan- og utanhúss og útlistaðar á fylgiskjali umsóknar og meðfylgjandi teikningum eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Beykilundur 11, stækkun - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019040096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. apríl 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Hildigunnar Rutar Jónsdóttur sækir um að byggja viðbyggingu við hús nr. 11 við Beykilund.
Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsráðs um erindið.

6.Móasíða 1 - umsókn um byggingarleyfi 1. hæð og kjallari

Málsnúmer 2019020314Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. febrúar 2019 þar sem Jón Stefán Einarsson fyrir hönd Unique Chillfresh Iceland ehf., kt. 510414-1280, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 1. hæð og kjallara í húsi nr. 1 við Móasíðu. Fyrirhugað er að gera fjórar íbúðir á 1. hæð og geymslur í kjallara. Meðfylgjandi er samþykki annarra eigenda í húsinu og teikningar eftir Jón Stefán Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 10. apríl 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 15:30.