Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

771. fundur 05. júní 2020 kl. 11:00 - 11:50 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Arnar Ólafsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Goðanes 7 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019080019Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. september 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Akurbergs ehf., kt. 460804-2210, sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 7 við Goðanes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 25. maí 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Hraunholt 9 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020030380Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. mars 2020 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Valdimars Þengilssonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við bílgeymslu við hús nr. 9 við Hraunholt. Skipulagsráð afgreiddi fyrirspurn jákvætt eftir grenndarkynningu á fundi 1. apríl 2020. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomnar nýjar teikningar 20. maí 2020 og samþykki nágranna.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Heiðartún 5 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020030567Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. mars 2020 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd Björns Ómars Sigurðssonar sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 5 við Heiðartún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinmar Heiðar Rögnvaldsson. Innkomnar nýjar teikningar 14. maí 2020. Fyrir liggur umsögn skipulagsráðs frá 13. maí sl.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Tryggvabraut 24 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020030607Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2020 þar em Orri Árnason fyrir hönd TB24 hf., kt. 561219-2220, og Efniviðs ehf, kt. 680704-2950, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 24 við Tryggvabraut. Fyrirhugað er að breyta efri hæð í gistiíbúðir ásamt breytingum á 1. hæð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Orra Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 12. og 20. maí 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Birkilundur 3 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020030623Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. mars 2020 þar sem Rögnvaldur Harðarson, fyrir hönd Ástu Birgisdóttur og Inga Arnvið Hansen, sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu milli bílgeymslu og íbúðarhúss nr. 3 við Birkilund. Innkomnar nýjar teikningar 24. maí 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Jaðarsíða 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040102Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. apríl 2020 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Stefáns Þórs Guðmundssonar og Ómars Björgvinssonar sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóð nr. 2 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Sigmar Árnason. Innkomnar teikningar 26. maí 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

7.Jóninnuhagi 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040531Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. apríl 2020 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 2 við Jóninnuhaga.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarlista.

8.Jóninnuhagi 4 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040532Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. apríl 2020 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd BF Bygginga ehf., kt. 621116-2230, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 4 við Jóninnuhaga.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarlista.

9.Ægisgata 7 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020040569Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. apríl 2020 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Magnúsar Þorleifssonar sækir um byggingarleyfi fyrir útigeymslubyggingu á lóð nr. 7 við Ægisgötu í Hrísey.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

10.Langamýri 16 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020050117Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. maí 2020 frá Þóri Guðmundssyni þar sem hann fyrir hönd Vilborgar Sigurðardóttur sækir um leyfi til að gera hurð út úr stofu hússins nr. 16 við Löngumýri samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Þóri Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

11.Hrafnagilsstræti 32 - umsókn um bílastæði og úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2020050259Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. maí 2020 þar sem Ari Rúnar Sigurðsson sækir um leyfi til að breikka núverandi bílastæði við Hrafnagilsstæti 32 til vesturs, það er að breiddin verði sex metrar mælt frá lóðarmörkum við Hrafnagilsstæti 30.
Byggingarfulltrúi samþykkir 6 metra breytt bílastæði með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

12.Grænamýri 14 - umsókn um stækkun bílastæðis og úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2020050580Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. maí 2020 frá Ingvari Ívarssyni þar sem hann óskar eftir leyfi fyrir tvöföldun á bílastæði og úrtaki úr kantsteini við lóðina Grænumýri 14.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæðið með 7 metra breiðu úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur og leiðbeiningar um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

13.Sólvellir 4 - fyrirspurn um byggingaráform

Málsnúmer 2020050585Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. maí 2020 frá Haraldi Sigmari Árnasyni þar sem hann fyrir hönd GUMS ehf., kt. 451113-1430, leggur fram fyrirspurn um hvort byggja megi við Sólvelli 4 ásamt nýjum sérstæðum bílskúr samkvæmt meðfylgjandi tillöguteikningum eftir Harald Sigmar Árnason.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

14.Austursíða 2 - fyrirspurn um byggingaráform

Málsnúmer 2020050614Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. maí 2020 frá Baldri Ólafi Svavarssyni þar sem hann fyrir hönd Norðurtorgs ehf., kt. 520220-2080, leggur inn fyrirspurnarteikningar varðandi viðbyggingu og breytingu á notkun í húsinu nr. 2 við Austursíðu.

Jafnframt er óskað eftir heimild til jarðvegsskipta í fyrirhuguðu bílastæði sunnan hússins.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í byggingaráformin. Heimild er veitt til jarðvegsskipta í fyrirhuguðu bílastæði utan nýrrar aðkomu.

15.Lundargata 17 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020050650Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. maí 2020 frá Valþóri Brynjarssyni þar sem hann fyrir hönd Sigurðar Sigurgeirssonar sækir um leyfi til að láta rífa gamlan skúr, matshluta 02 á lóðinni Lundargötu 17, eign F2148940, sem byggður var 1943.

Fyrir liggur deiliskipulag er heimilar niðurrifið.
Byggingarfulltrúi samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. Mannvirkjalaga.

16.Norðurgata 56 - umsókn um úrtak úr kantsteini

Málsnúmer 2020050674Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. maí 2020 þar sem Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir sækir um stækkun á bílastæði sínu að Norðurgötu 56. Meðfylgjandi er ljósmynd og samþykki meðeiganda.
Byggingarfulltrúi samþykkir umbeðna stækkun en úrtak úr kantseini verður ekki meira en 7 metrar með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

17.Kringlumýri 11 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020060137Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. júní 2020 frá Valbirni Ægi Vilhjálmssyni þar sem hann fyrir hönd Einvarðs Jóhannssonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og bílgeymslu við húsið Kringlumýri 11 samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

18.Baldursnes 6 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN060238Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. maí 2020 þar sem Bjarni Reykjalín, fyrir hönd Hlaða fasteigna ehf. kt. 580612-0670, sækir um heimild til að skipta fasteigninni upp í tvo eignarhluta 0101 og 0102 skv. skráningartöflu. Eignarskiptayfirlýsing er í vinnslu.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

19.Gleráreyrar 1, rými 34 (23, 34-36) - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2019110088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2020 þar sem Svava Björk Bragadóttir fyrir hönd EF1 hf., kt. 681113-0960, sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af rými 34 (23, 35-40) í húsi nr. 1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svövu Björk Bragadóttur og minnisblað brunahönnuðar og jákvæð umsögn slökkviliðs. Innkomin ný gögn 27. maí 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 11:50.