Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

765. fundur 24. apríl 2020 kl. 10:00 - 10:40 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Kristjánshagi 4 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2018080136Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. apríl 2020 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 4 við Kristjánshaga. Fyrirhugað er að setja glerlokanir á svalir 2. og 3. hæðar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.

2.Helgamagrastræti 28 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020020628Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2020 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Gauta Einarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í húsi nr. 28 við Helgamagrastræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Innkomnar nýjar teikningar 2. apríl 2020.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið.

3.Gudmannshagi 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020020683Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. febrúar 2020 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 1 við Gudmannshaga. Meðfylgjandi eru teikningar Tryggva Tryggvasonar. Innkomnar nýjar teikningar 6. apríl 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Tryggvabraut 24 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020030607Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. mars 2020 þar sem Orri Árnason fyrir hönd TB24 hf., kt. 561219-2220, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum í húsi nr. 24 við Tryggvabraut. Fyrirhugað er að breyta efri hæð í orlofsíbúðir. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Orra Árnason.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Oddagata 7 - breyting á skráningu fasteignar vegna geymsluskúrs

Málsnúmer 2020040445Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. apríl 2020 þar sem Ottó Biering Ottósson og Elvar Magnússon sækja um að geymsluskúr, matshluti 02, á baklóð húss nr. 7 við Oddagötu verði skilgreindur sem garðskúr og felldur úr fasteignaskrá sem fasteign.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

6.Hraunholt 9 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020030380Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. mars 2020 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Valdimars Þengilssonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við bílgeymslu við hús nr. 9 við Hraunholt. Skipulagsráð afgreiddi fyrirspurn jákvætt eftir grenndarkynningu á fundi 1. apríl 2020. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 10:40.