Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

735. fundur 15. ágúst 2019 kl. 13:00 - 13:45 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Björn Jóhannsson staðgengill byggingarfulltrúa
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Frostagata 6a - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2017040119Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. janúar 2019 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Vélsmiðju Steindórs ehf., kt. 690269-3769, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 6a við Fjölnisgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 26. apríl 2019. Umsögn slökkviðliðs barst 8. ágúst 2019.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

2.Glerárvirkjun II, Hlíðarfjallsvegur 29 stífla - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2017050123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. ágúst 2019 þar sem Jónas V. Karlesson fyrir hönd Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Glerárstíflu II. Breytingar verði á brú og stiga úr stáli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jónas V. Karlesson.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

3.Hafnarstræti 82 - breytingar á 1. hæð

Málsnúmer 2017060119Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júlí 2019 þar sem Gunnar Magnússon sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á 1. hæð Hafnarstrætis 82. Fyrirhugað er að opna veitingaaðstöðu. Meðfylgjandi er teikning eftir Þröst Sigurðsson. Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs frá 14. ágúst 2019. Innkomin ný teikning 23. júlí 2019.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Glerárskóli við Höfðahlíð - umsókn um breytingar á B-álmu

Málsnúmer 2019040051Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. ágúst 2019 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningar er varðar útitröppur og ramp norðan B-álmu í Glerárskóla við Höfðahlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

5.Geirþrúðarhagi 6A - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2019050249Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. ágúst 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 6A við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi eru teikning eftir Harald S. Árnason.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

6.Geirþrúðarhagi 6B - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019050251Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júlí 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um byggingarleyfi fyrir hús nr. 6B við Geirþrúðarhaga. Meðfylgjandi er teikning eftir Harald S. Árnason.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

7.Lerkilundur 18 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019060197Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júní 2019 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Bergvins Fannars Gunnarssonar sækir um byggingaleyfi fyrir byggingu þaks milli íbúðarhúss og bílgeymslu í Lerkilundi 18. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs frá 26. júní 2019. Innkomnar nýjar teikningar 12. ágúst 2019.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

8.Beykilundur 13 - umsókn um byggingaleyfi fyrir lokun og yfirbyggingu milli bílskúrs og íbúðarhúss

Málsnúmer 2019080008Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. júlí 2019 þar sem Bjarni Kristjánsson og Elísabet Guðmundsdóttir sækir um byggingaleyfi fyrir lokun og yfirbyggingu á bili milli bílskúrs og íbúðarhúss nr. 13 við Beykilund.

Meðfylgandi eru teikningar eftir Eyjólf Valgarðsson. Fyrir liggur jákvæð umsögn skipulagsráðs frá 14. ágúst 2019.

Innkomnar nýjar teikningar eftir 14. ágúst 2019.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

9.Hrafnagilsstræti 34 - tilkynning um framkvæmd

Málsnúmer 2019080038Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. ágúst 2019 þar sem Vigfús Björnsson leggur inn tilkynningu um minniháttar framkvæmd við hús nr. 34 við Hrafnagilsstræti. Breytingin felst í breikkun dyraops á 2. hæð. Meðfylgjandi eru burðarvirkisteikningar eftir Vigfús Björnsson og samþykkt meðeigenda í húsi á framkvæmdinni.
Byggingarfulltrúi hefur móttekið tilkynningu um framkvæmdina og staðfestir að hún er innan þeirra marka sem tilgreind eru í gr. 2.3.5. núgildandi byggingarreglugerðar.

Tilkynna skal til skipulagssviðs þegar framkvæmd er lokið og skila lýsingu í samræmi við 5. málsgrein greinar 2.3.6. í byggingarreglugerð.

10.Kristjánshagi 6 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019080055Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. ágúst 2019 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 6 við Kristjánshaga. Jafnframt óskað eftir heimild til jarðvegsskipta. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa heimilar vinnu við jarðvegsskipti en

frestar afgreiðslu að öðru leyti með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

11.Byggðavegur 143 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hækkun þaks og breytingum í kjallara

Málsnúmer 2019080192Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. ágúst 2019 þar sem Gunnar Harðarson og Hrafnhildur Jónsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir hækkun þaks vegna nýrrar einangrunar og breytinga í kjallara húss nr. 143 við Byggðaveg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Guðmund Gunnarsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

12.Lögbergsgata 1 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2019070652Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. júlí 2019 þar sem Jóhann Níels Baldursson sækir um að fá að útbúa bílastæði í norðvesturhorni lóðar, með breikkun á úrtöku í kantstein við hús sitt nr. 1 við Lögbergsgötu.
Byggingarfulltrúi samþykkir 6 metra breytt bílastæði með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

13.Ægisnes 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016120135Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. ágúst 2019 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Króksverks ehf., kt. 460482-0979, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af húsi nr. 2 við Ægisnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

14.Víðilundur 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir verönd, skjólveggjum og garðhúsi

Málsnúmer 2019080174Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. ágúst 2019 þar sem Þröstur Sigurðsson og Guðný Andradóttir sækja um byggingarleyfi fyrir steinsteyptri verönd, skjólveggjum og garðhúsi við hús nr. 1 við Víðilund. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson og samþykki nágranna.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:45.