Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

700. fundur 22. nóvember 2018 kl. 13:00 - 14:40 Fundarherbergi á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Dalsbraut 1H - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090115Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. september 2018 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Hika ekki ehf., kt. 590809-0550, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breytingum á húsi nr. 1H við Dalsbraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 14. og 19. nóvember 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Margrétarhagi 7 - 9 (5 A og B) - umsókn um frest

Málsnúmer 2018090154Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. nóvember 2018 þar sem Guðrún Guðmundsdóttir sækir um framkvæmdafrest á lóð sinni nr. 7 - 9 við Margrétarhaga (áður 5A og 5B).
Byggingarfulltrúi samþykkir framkvæmdafrest til 1. maí 2019.

3.Margrétarhagi 7 - 9 (5 A og B) - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090154Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. september 2018 þar sem Birgir Ágústsson fyrir hönd Guðrúnar Guðmundsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóð nr. 7 - 9 við Margrétarhaga (áður 5A og B). Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Innkomnar nýjar teikningar 12. nóvember 2018.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem teikningar uppfylla ekki kröfur um algilda hönnun.

4.Kristjánshagi 8B - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. september 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 8B við Kristjánshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar nýjar teikningar 13. nóvember 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Kristjánshagi 8A - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018090101Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. september 2018 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 8A við Kristjánshaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason. Innkomnar nýjar teikningar 13. nóvember 2018.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Ráðhústorg 3, 2. til 4. hæð - byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2018100415Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. október 2018 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Centrum ehf., kt. 490212-0430, sækir um bygggingarleyfi fyrir breytingum á 3. og 4. hæð í húsi nr. 3 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valþór Brynjarsson.

Skipulagsráð samþykkti á fundi sínum 14. nóvember sl. að heimila skráningu á hæðinni í gistiskála í stað skrifstofurýmis.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Halldóruhagi 4, mhl. 01 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018110153Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. nóvember 2018 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd BF Byggingar ehf., kt. 621116-2230, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 4, mhl. 01 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Steinmar Heiðar Rögnvaldsson. Jafnframt er óskað eftir heimild til jarðvegsskipta.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu erindisins en heimilar jarðvegsskipti á grundvelli fyrirliggjandi aðaluppdrátta.

8.Halldóruhagi 4, mhl. 02 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018110180Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. nóvember 2018 þar sem Steinmar Heiðar Rögnvaldsson fyrir hönd BF Byggingar ehf., kt. 621116-2230, sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 4, mhl. 02 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Steinmar Heiðar Rögnvaldsson.

Jafnframt er óskað eftir heimild til jarðvegsskipta.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu erindisins en heimilar jarðvegsskipti á grundvelli fyrirliggjandi aðaluppdrátta.

Fundi slitið - kl. 14:40.